„Þetta er svakalegt kjaftshögg“

Með nýjum vegi um Gufudalssveit er ætlunin að færa Vestfjarðaveg …
Með nýjum vegi um Gufudalssveit er ætlunin að færa Vestfjarðaveg nr. 60 af Ódrjúgshálsi og Hjallahálsi og niður á láglendið við Breiðafjörð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er svaka­legt kjafts­högg,“ seg­ir Hauk­ur Már Sig­urðsson, einn þeirra sem standa á bak við und­ir­skrifta­söfn­un­ina þar sem mót­mælt er ákvörðun sam­gönguráðherra um að fresta vega­fram­kvæmd­um í Gufu­dals­sveit á Vest­fjörðum.

Eins og bát­ur hafi far­ist 

Hauk­ur Már, sem býr á Pat­reks­firði, seg­ir að ákvörðunin um að fresta fram­kvæmd­un­um hafi haft mik­il áhrif á al­menn­ing. „Sum­ir hafa talað um ofsareiði en ég finn hana reynd­ar ekki hjá nein­um. Mér leið fyrstu dag­ana og aðeins enn þá eins og það hafi orðið stórt slys í byggðarlag­inu, eins og það hafi bát­ur far­ist. Það er svo­leiðis stemn­ing, miklu frek­ar en reiði. Menn eru sár­ir inn að hjartarót­um,“ grein­ir hann frá.

Glaðhlakka­leg­ir þing­menn

Hauk­ur nefn­ir að frest­un­in hafi valdið mikl­um von­brigðum því lof­orð hafi verið gef­in um annað. „Sér­stak­lega í ljósi þess að þeir hafa verið svo glaðhlakka­leg­ir þing­menn­irn­ir að und­an­förnu og sagt að þetta sé í höfn og að við höf­um ekk­ert að ótt­ast,“ seg­ir hann.

„Menn hafa verið að byggja upp ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki og fjár­festa í lax­eldi og fisk­vinnsl­unni, allt í trausti þess að við séum að komst inn á eðli­lega markaði með þetta og get­um treyst flutn­inga­kerf­inu okk­ar. Þetta er stærra mál en að fá bara veg­inn. Efna­hags­kerfið okk­ar þolir þetta ekki.“

mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Sjálf­stæðisþing­menn á leið vest­ur

Að sögn Hauks eru frek­ari mót­mæli ekki fyr­ir­huguð. Til stóð að byrja á und­ir­skrifta­söfn­un­inni og í fram­hald­inu að boða til al­menns stjórn­mála­fund­ar í næstu eða þarnæstu viku. Ekki er ljóst hvort af hon­um verður, enda hafa þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins boðað komu sína vest­ur á föstu­dag­inn.

Jafn­framt ætla menn að bíða eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund­in­um sem fer fram á föstu­dag og sjá svo til með frek­ari viðbrögð.

„Við mun­um ekki hætta eða gefa tommu eft­ir fyrr en við erum búin að sjá lykt­ir mála. Við gríp­um þá til frek­ari aðgerða ef þörf kref­ur.“  

Haukur Már Sigurðsson á Pateksfirði.
Hauk­ur Már Sig­urðsson á Pateks­firði. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka