Vestfirðingar ákalla landsmenn

Með nýjum vegi um Gufudalssveit er ætlunin að færa Vestfjarðaveg …
Með nýjum vegi um Gufudalssveit er ætlunin að færa Vestfjarðaveg nr. 60 af Ódrjúgshálsi og Hjallahálsi og niður á láglendið við Breiðafjörð. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hátt í 2.000 manns hafa tekið þátt í und­ir­skrifta­söfn­un á net­inu vegna ákvörðunar sam­gönguráðherra um að fresta fram­kvæmd­um í Gufu­dals­sveit á Vest­fjörðum.

Í grein­ar­gerð sem fylg­ir und­ir­skrifta­söfn­un­inni kem­ur fram að íbú­ar á Vest­fjörðum séu að senda ákall til allra lands­manna um að skrifa und­ir áskor­un­ina til að Alþingi standi við fyr­ir­heit um boðaðar fram­kvæmd­ir í Gufu­dals­sveit. Um er að ræða loka­áfanga leiðar­inn­ar um sveit­ina, frá Bjarka­lundi til Flóka­lund­ar.

„Mikið er í húfi. Byggð á sunn­an­verðum Vest­fjörðum á allt sitt und­ir því að helsta lífæð sam­fé­lag­anna til höfuðborg­ar­svæðis­ins bygg­ist á heils­ár­s­vegi í ætt við aðra helstu þjóðvegi lands­ins. Leiðin um Ódrjúgs­háls og Hjalla­háls er með hættu­legri fjalla­veg­um lands­ins og gjarn­an far­ar­tálmi um vet­ur. Kraf­an er ein­föld. Hnekkið ákvörðun ráðherra og tryggið fjár­magn til þess­ara fram­kvæmda strax,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Þetta mynd­band tók Gísli Ein­ar Sverris­son frá Pat­reks­firði upp til að varpa ljósi á ástand veg­ar­ins í Gufu­dals­sveit:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka