Voru menn að kaupa sér vinsældir?

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert

„Mér finnst per­sónu­lega að ef Alþingi ákveður að þenja út sam­göngu­áætlun tveim­ur vik­um fyr­ir kosn­ing­ar hafi það auðvitað þau áhrif að auka vin­sæld­ir þeirra flokka sem eru á þingi á kostnað þeirra flokka sem eru það ekki,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisn­ar, und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta á Alþingi í dag.

Voru um­mæli Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar fjár­mála- og efna­hags­ráðherra sem hann lét falla á Bylgj­unni í gær­morg­un til umræðu. Þar sagði ráðherra að samþykkt Alþing­is á sam­göngu­áætlun í októ­ber síðastliðnum hefði verið ófjár­mögnuð, skapað rang­ar vænt­ing­ar og það hefði nán­ast verið siðlaust af síðasta þingi.

Pawel bætti við að hon­um þættu slík vinnu­brögð ekki til eft­ir­breytni. „Sér­stak­lega ef ein­hverj­ir þing­menn, og þeir verða að taka það til sín sem eiga, hafa í huga að hugs­an­lega verði ekki staðið við það sem þar er. Það taka þeir til sín sem eiga. Við slík­ar aðstæður finnst mér það ekki til eft­ir­breytni en verð að leyfa hæst­virt­um fjár­málaráðherra að svara fyr­ir orðaval sitt, við hvernig hann orðar það,“ sagði Pawel.

„Ég get ekki orða bund­ist“

Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir úr VG gagn­rýndi Pawel harðlega. „Ég get ekki orða bund­ist eft­ir síðustu ræðu því að hæst­virt Alþingi er komið út á mjög svo hættu­lega braut ef þeir sem á eft­ir koma eru ekki bundn­ir af neinu af því sem gert hef­ur verið á und­an­gengn­um þing­um,“ sagði Stein­unn.

Þá hljót­um við öll að íhuga það hvort það sé taktískt rétt — ef við vilj­um fá áherslu­breyt­ing­ar á ein­hverju sem samþykkt hef­ur verið, eig­um við þá bara að leggja okk­ur niður og bjóða okk­ur fram í krafti nýs nafns og nýs stjórn­mála­flokks? Þannig get­um við auðvitað ekki starfað hérna,“ bætti Stein­unn við.

Ekki hluti af póli­tísk­um leik

Ásta Guðrún Helga­dótt­ir Pírati sagðist varla geta orða bund­ist vegna um­mæla Pawels og spurði hvort hann gerði sér grein fyr­ir ástandi vega­kerf­is­ins. „Þetta er and­vara­leysi, til­vist­ar­kreppa, þetta er ný­frjáls­hyggja rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem vill ekki setja skatt­ana, vilja ekki eyða í það sem er sam­eig­in­legt,“ sagði Ásta.

Vega­kerfið er sam­eig­in­legt, það var ekki hluti af póli­tísk­um leik eða po­púl­isma sem við fór­um í þá aðgerð að setja auka­lega 10 millj­arða í sam­göngu­áætlun, þannig að ég frá­bið mér svona orðalag og svona um­mæli,“ bætti Ásta við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka