Dómur í máli Annþórs og Barkar í dag

Annþór Karlsson leiddur fyrir dómara er málið var í héraði.
Annþór Karlsson leiddur fyrir dómara er málið var í héraði.

Hæstiréttur mun klukkan 15 í dag kveða upp dóm í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar, en þeir voru ákærðir fyrir að hafa banað Sigurði Hólm, samfanga sínum á Litla-Hrauni í maí 2012. Annþór og Börk­ur voru báðir sýknaðir í héraðsdómi, en sak­sókn­ari áfrýjaði mál­inu til Hæsta­rétt­ar og var það tekið fyrir þar í byrjun mars.

Fór Helgi Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknari fram á að bæði Annþór og Börkur fengju 12 ára fangelsisdóm vegna málsins. Verj­end­ur beggja kröfðust þess að dóm­ur héraðsdóms yrði staðfest­ur en til vara að væg­ustu refs­ingu yrði beitt ef svo vildi til að þeir yrðu fundn­ir sek­ir í mál­inu.

Í ákæru málsins kemur fram að tvímenningarnir hafi í sam­ein­ingu veist að Sigurði og veitt hon­um högg eða spark sem hafi valdið því að rof kom á milta hans. Inn­vort­is blæðing hafi dregið hann til dauða. Annþór og Börk­ur hafa alla tíð neitað sök. 

Verj­end­ur Annþórs og Bark­ar héldu því fram að það hafi verið mik­il fíkni­efna­neysla Sig­urðar sem dró hann til dauða í fang­els­inu. Rofið á milt­anu hafi komið til við end­ur­lífg­un­ar­til­raun­ir sem voru gerðar á hon­um í fanga­klef­an­um. Eng­in vitni voru að meintri árás Annþórs og Bark­ar á Sig­urð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert