Mótmæla og krefjast framkvæmda

Borð og stólar voru sett upp á brúnni yfir Berufjarðará, …
Borð og stólar voru sett upp á brúnni yfir Berufjarðará, þar sem sveitarstjórnin samþykkti samhljóða ályktun sína. mbl.is/Ásdís

Sveit­ar­stjórn Djúpa­vogs­hrepps efndi til fund­ar á brú við botn Beru­fjarðar nú fyr­ir stundu og samþykkti þar sam­hljóða álykt­un þar sem þess er kraf­ist að sam­gönguráðherra og Alþingi sam­ein­ist um að koma fram­kvæmd við nýj­an veg um svæðið í útboð nú þegar.

Veg­in­um um brúna var lokað af mót­mæl­end­um en að sögn blaðamanns Morg­un­blaðsins sem er á vett­vangi eru þar nú um 30 bíl­ar, sum­ir í mót­mæla­skyni en aðrir fast­ir vegna mót­mælaaðgerðanna.

Þeirra á meðal eru er­lend­ir ferðamenn sem hafa lýst óánægju með taf­irn­ar.

Í álykt­un sinni skor­ar sveit­ar­stjórn­in á sam­gönguráðherra og Alþingi „að standa við ný­samþykkta sam­göngu­áætlun og efna þannig gef­in lof­orð fyr­ir kosn­ing­ar. Yf­ir­lýs­ing­ar sam­gönguráðherra í fjöl­miðlum um að mót­mæli íbúa í Djúpa­vogs­hreppi muni engu breyta varðandi niður­skurð við botn Beru­fjarðar eru þess eðlis að þær geta ekki annað en haft þver­öfug áhrif á allt sam­fé­lagið á Aust­ur­landi. Sam­göngu­yf­ir­völd­um ásamt þing­heimi er löngu kunn­ugt um ástand mála á þjóðvegi 1 við botn Beru­fjarðar. Ráðherra sam­göngu­mála þarf því ekki að láta hörð mót­mæli við niður­skurðar­til­lög­um á þess­ari fram­kvæmd koma sér á óvart. Sveit­ar­stjórn Djúpa­vogs­hrepps krefst þess því að sam­gönguráðherra og Alþingi sam­ein­ist um að koma fram­kvæmd­um við nýj­an veg um botn Beru­fjarðar í útboð nú þegar.“

Nokkrar tafir urðu á umferð vegna mótmælanna.
Nokkr­ar taf­ir urðu á um­ferð vegna mót­mæl­anna. mbl.is/Á​sdís
Berglind Hassler, sem skipulagði mótmælin, Andrés Skúlason oddviti og Gauti …
Berg­lind Hassler, sem skipu­lagði mót­mæl­in, Andrés Skúla­son odd­viti og Gauti Jó­hann­es­son sveit­ar­stjóri. mbl.is/Á​sdís
Brugðið á leik.
Brugðið á leik. mbl.is/Á​sdís




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert