Starfsemi Brúneggja flutt í annað félag

Félagið var lýst gjaldþrota 3. mars.
Félagið var lýst gjaldþrota 3. mars. mbl.is/Eggert

Starf­semi Brúneggja flutt­ist yfir í annað fé­lag skömmu áður en eggja­f­ram­leiðand­inn var lýst­ur gjaldþrota þann 3. mars síðastliðinn. Þetta kem­ur fram á vef Rík­is­út­varps­ins, þar sem seg­ir að ekki fá­ist upp­gefið hverj­ir nýir eig­end­ur eru, en að þeir muni vera úr hópi kröfu­hafa.

Haft er eft­ir Helga Birg­is­syni, skipta­stjóra þrota­bús­ins, að eng­ir fugl­ar séu á hans for­ræði þar sem all­ur bú­stofn­inn hafi verið seld­ur áður en fyr­ir­tækið var lýst gjaldþrota.

Seg­ir þá að fé­lagið sem hafa keypt fugl­ana heiti Gjá­holt ehf. og hafi áður verið í eigu for­svars­manna Brúneggja, en það muni nú vera í eigu kröfu­hafa. Gjá­holt hafi þá tekið yfir 40 millj­óna króna lán sem Brúnegg tók í kjöl­far um­fjöll­un­ar Kast­ljóss, og með þeim hætti hafi Brúnegg fengið fullt verð fyr­ir fugl­ana.

Stjórn­ar­formaður Gjá­holts er Sig­urður Bernts­son, starfsmaður verðbréfa­fyr­ir­tæk­is­ins Arev. Seg­ir hann að sér sé ekki heim­ilt að gefa upp hverj­ir eigi fé­lagið, og þar með eggja­búið, en að for­svars­menn Brúneggja séu ekki meðal eig­enda.

Sjá nán­ar á vef RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert