Vill skipta utanríkismálanefnd upp

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ist sann­færður um að skipta eigi upp ut­an­rík­is­mála­nefnd upp í tvær fasta­nefnd­ir. Ann­ars veg­ar nefnd sem hef­ur með EES, EFTA og fríversl­un­ar­mál að gera og hins veg­ar hefðbundna ut­an­rík­is­mála­nefnd. Þetta kom fram í máli Guðlaugs á Alþingi í gær und­ir sér­stakri umræðu um fríversl­un­ar­samn­inga.

Óli Björn Kára­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hóf umræðuna og spurði ráðherra hvort efna­hags­leg áhrif fríversl­un­ar sem Ísland er aðili að hefðu verið met­in, hverju slík­ir samn­ing­ar skili neyt­end­um, hver stefna stjórn­valda sé og hvort ráðherra muni beita sér fyr­ir því að gerður verði fríversl­un­ar­samn­ing­ur milli Íslands og Bret­lands.

Guðlaug­ur sagði að kallað væri eft­ir sem mest­um upp­lýs­ing­um um áhrif slíkra samn­inga, en um Bret­land og Brex­it málið sagði hann að þar hefðu opn­ast nokkr­ar sviðsmynd­ir, meðal ann­ars end­ur­koma Bret­lands í EFTA.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert