Ekkert plan B

Andrés Skúlason, oddviti og formaður skipulagsframkvæmda- og umhverfisnefndar Djúpavogshrepps.
Andrés Skúlason, oddviti og formaður skipulagsframkvæmda- og umhverfisnefndar Djúpavogshrepps. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Það er með ólíkindum að við skulum vera í þessari stöðu í ljósi þess hversu stutt er frá kosningum. Í ljósi þess hvað það er stutt síðan að allir stjórnmálaflokkar lofuðu stórauknum fjármunum í uppbyggingu innviða, þar með talið í samgöngur,“ segir Andrés Skúlason, oddviti og formaður skipulagsframkvæmda- og umhverfisnefndar Djúpavogshrepps.

Andrés segist ekki skilja ákvörðun samgönguráðherra. „Það að hún stæðist ekki upp á krónu er eitt, annað er beinlínis að rústa út öllum verkefnum sem voru inni á áætluninni sem voru hér á Austurlandi og þar með talið þessu verkefni hér fyrir botni Berufjarðar, sem er algjört forgangsmál. Það er með algjörum ólíkindum. Og það sem verra er, það er ekkert plan B hjá ráðherra. Svo hefur maður það sterklega á tilfinningunni að hann hafi ekki leitað samráðs hjá eigin flokki, samanber ummæli Valgerðar Gunnarsdóttur, formanns samgöngu- og umhverfisnefndar þingsins, hún veit ekki einu sinni af þessum niðurskurði, eftir því sem maður les í blöðum. Ráðherra hlýtur að þurfa að gefa skýringu á þessu, það er búið að leggja gífurlega vinnu í þetta mál og sveitarstjórnin hefur verið í því á síðustu árum að berjast fyrir þessari framkvæmd,“ segir hann. „Þetta er síðasti kaflinn, raunverulega, á þjóðvegi eitt, sem á eftir að leggja með bundnu slitlagi. Þarna eru að verða útafkeyrslur. Að sitja uppi með þennan holótta ómalbikaða veg, oft í drullusvaði, meira og minna allt árið er algerlega óforsvaranlegt.“

Eru þetta svikin loforð?

„Já, þetta er náttúrlega ekkert annað, það þarf ekki annað en að fletta fram fyrir kosningar. Þingið hefur talað sterkt fyrir því að bæta allt verklag og vinnubrögð, meðal annars við alla svona áætlunargerð, og ef að þetta er niðurstaðan, hversu miklar líkur eru á að þjóðin fái tiltrú á þinginu aftur? Að upplifa þetta í þessari mynd. Fólki finnst það algjörlega svikið. Það er skilið eftir í tómarúmi og ráðherra er ekki hófstilltari en það að hann segir að mótmæli íbúa í Djúpavogshreppi breyti engu. Við hverju er að búast við þessar aðstæður, þar sem er búið að bíða í allt að tvo áratugi? Ég get ekkert annað en að vonast til að þingið komi saman og endurskoði hug sinn, sameiginlega. Og finni út hvernig á að fjármagna þetta. Er ekki methagvöxtur, 7,2 %?“ spyr Andrés.

Ítarlega er fjallað um samgöngumál í Sunnudagsmogganum um helgina

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert