Ekkert plan B

Andrés Skúlason, oddviti og formaður skipulagsframkvæmda- og umhverfisnefndar Djúpavogshrepps.
Andrés Skúlason, oddviti og formaður skipulagsframkvæmda- og umhverfisnefndar Djúpavogshrepps. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Það er með ólík­ind­um að við skul­um vera í þess­ari stöðu í ljósi þess hversu stutt er frá kosn­ing­um. Í ljósi þess hvað það er stutt síðan að all­ir stjórn­mála­flokk­ar lofuðu stór­aukn­um fjár­mun­um í upp­bygg­ingu innviða, þar með talið í sam­göng­ur,“ seg­ir Andrés Skúla­son, odd­viti og formaður skipu­lags­fram­kvæmda- og um­hverf­is­nefnd­ar Djúpa­vogs­hrepps.

Andrés seg­ist ekki skilja ákvörðun sam­gönguráðherra. „Það að hún stæðist ekki upp á krónu er eitt, annað er bein­lín­is að rústa út öll­um verk­efn­um sem voru inni á áætl­un­inni sem voru hér á Aust­ur­landi og þar með talið þessu verk­efni hér fyr­ir botni Beru­fjarðar, sem er al­gjört for­gangs­mál. Það er með al­gjör­um ólík­ind­um. Og það sem verra er, það er ekk­ert plan B hjá ráðherra. Svo hef­ur maður það sterk­lega á til­finn­ing­unni að hann hafi ekki leitað sam­ráðs hjá eig­in flokki, sam­an­ber um­mæli Val­gerðar Gunn­ars­dótt­ur, for­manns sam­göngu- og um­hverf­is­nefnd­ar þings­ins, hún veit ekki einu sinni af þess­um niður­skurði, eft­ir því sem maður les í blöðum. Ráðherra hlýt­ur að þurfa að gefa skýr­ingu á þessu, það er búið að leggja gíf­ur­lega vinnu í þetta mál og sveit­ar­stjórn­in hef­ur verið í því á síðustu árum að berj­ast fyr­ir þess­ari fram­kvæmd,“ seg­ir hann. „Þetta er síðasti kafl­inn, raun­veru­lega, á þjóðvegi eitt, sem á eft­ir að leggja með bundnu slit­lagi. Þarna eru að verða útaf­keyrsl­ur. Að sitja uppi með þenn­an hol­ótta ómal­bikaða veg, oft í drullu­svaði, meira og minna allt árið er al­ger­lega ófor­svar­an­legt.“

Eru þetta svik­in lof­orð?

„Já, þetta er nátt­úr­lega ekk­ert annað, það þarf ekki annað en að fletta fram fyr­ir kosn­ing­ar. Þingið hef­ur talað sterkt fyr­ir því að bæta allt verklag og vinnu­brögð, meðal ann­ars við alla svona áætl­un­ar­gerð, og ef að þetta er niðurstaðan, hversu mikl­ar lík­ur eru á að þjóðin fái til­trú á þing­inu aft­ur? Að upp­lifa þetta í þess­ari mynd. Fólki finnst það al­gjör­lega svikið. Það er skilið eft­ir í tóma­rúmi og ráðherra er ekki hófstillt­ari en það að hann seg­ir að mót­mæli íbúa í Djúpa­vogs­hreppi breyti engu. Við hverju er að bú­ast við þess­ar aðstæður, þar sem er búið að bíða í allt að tvo ára­tugi? Ég get ekk­ert annað en að von­ast til að þingið komi sam­an og end­ur­skoði hug sinn, sam­eig­in­lega. Og finni út hvernig á að fjár­magna þetta. Er ekki met­hag­vöxt­ur, 7,2 %?“ spyr Andrés.

Ítar­lega er fjallað um sam­göngu­mál í Sunnu­dags­mogg­an­um um helg­ina

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert