Ekki okkar einkamál

Gauti Jóhannesson bæjarstjóri Djúpavogs.
Gauti Jóhannesson bæjarstjóri Djúpavogs. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Það er gott að búa hérna en vegirnir eru ekki eins góðir. Við vorum að rifja það upp um daginn að þegar við hjónin komum hér fyrst árið 1986, og við mundum eftir kaflanum. Hvað hann var skelfilega leiðinlegur, og hann er bara ennþá eins og hann var þá og síst betri. Árið sem Gleðibankinn var fluttur, þá ók ég hann fyrst,“ segir Gauti Jóhannesson, bæjarstjóri Djúpavogs, þegar hann talar um fimm kílómetra kafla í Berufirði sem enn er malarvegur.

„Þetta er eini kaflinn á hringveginum þar sem þú átt þér enga undankomu, þú verður að fara hann. Það er engin hjáleið í boði. Það er líka skrítið hvernig þessu er stillt upp, eins og þetta sé einhvern veginn okkar mál. Þetta er ekkert okkar mál, þetta er þjóðvegur númer eitt, hann er okkar allra. Og eins og einhver sagði, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Og nú á ferðamönnum að fjölga um 30% miðað við síðasta ár skilst mér. Og þótti mörgum nóg. Þetta er ekkert okkar einkamál.“

Þetta er ekki boðlegt

Gauti segir að þau telji þetta vera svikin loforð og að þeim hafi brugðið mjög við fréttirnar að hætt hefði verið við að setja bundið slitlag á veginn.

„Við vorum þeirra trúar að við værum komin fyrir vind með þetta verkefni, þess vegna kom þetta okkur mjög á óvart. Bæjarstjórnin samþykkti ályktun og færði til bókunar á brúnni yfir Berufjarðará á fimmtudaginn.“

Bókunin var send áfram til þingmanna og fjölmiðla.

„Þetta er bara ekki boðlegt. Þetta er eins og að detta inn í sjötta áratuginn, annan tíma. Mann langar bara að hlusta á langbylgju og fá sér Spur,“ segir hann og hlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert