Ætla ekki að gefast upp

Á annað hundrað manns komu saman á brúnni og lokuðu …
Á annað hundrað manns komu saman á brúnni og lokuðu henni fyrir umferð. Ljósmynd/Marie-Louise Johansson

Hóp­ur íbúa á Hornafirði og ná­grenni lokaði þjóðveg­in­um yfir Horna­fjarðarfljót síðdeg­is í dag. Vildu íbú­ar með þessu mót­mæla niður­skurði í sam­göngu­áætlun. Brú­in yfir Horna­fjarðarfljót er ein­breið og var byggð var fyr­ir meira en hálfri öld og eru íbú­ar sveit­ar­fé­lags­ins ósátt­ir við að stjórn­völd hafi ákveðið að hætta við fram­kvæmd­ir sem þeir segja vera löngu tíma­bær­ar.

Marie-Louise Johans­son sem var í hópi mót­mæl­end­anna seg­ir alla þá sem stoppuðu vegna lok­un­ar veg­ar­ins hafa sýnt mál­inu skiln­ing. Íbúar séu reiðir yfir ákvörðun stjórn­valda og ætli sér ekki að gef­ast upp.

Brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið og eru íbúar sveitarfélagsins ósáttir …
Brú­in yfir Horna­fjarðarfljót er ein­breið og eru íbú­ar sveit­ar­fé­lags­ins ósátt­ir við að hætt hafi verið við fram­kvæmd­ir sem þeir segja vera löngu tíma­bær­ar. Ljós­mynd/ Marie-Louise Johans­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka