Þyrlan tekur þátt í leitaraðgerðum

Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni að Art­uri Jarmosz­ko.
Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni að Art­uri Jarmosz­ko. mbl.is/Golli

Búið er að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna leitarinnar að Art­uri Jarmosz­ko, sem ekkert hefur spurst til síðan um mánaðamótin. Form­leg leit að Art­uri, sem hófst í há­deg­inu, hefur enn ekki skilað árangri.

Alls eru 65 björg­un­ar­sveit­ar­menn að störf­um í Kárs­nesi og meðfram strand­lengj­unni þar en leit­ar­svæðið nær allt frá Gróttu að Álfta­nesi. Leitað hefur verið í bát­um, með drón­um auk þess sem gengið er meðfram strönd­inni, að sögn Þor­steins G. Gunn­ars­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Slysa­varna­fé­lags­ins, og nú síðdegis bætist þyrla Gæslunnar í leitarhópinn.

Guðmund­ur Páll Jóns­son lög­reglu­full­trúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir björgunarsveitarmönnum ganga vel að fara yfir svæðið og að leitaraðgerðum verði haldið áfram þar til rökkvar. Fundað verði þá og ákveðið með framhald leitar.

Hann seg­ir að enn verið að vinna úr gögn­um úr síma Art­urs en sím­inn var síðast tengd­ur neti aðfaranótt 1. mars. Síðan þá hef­ur sím­inn ekki verið notaður. Vett­vang­ur leit­ar­inn­ar tek­ur mið af upp­lýs­ing­um úr síma­gögn­um sem lög­regl­an hef­ur aflað með aðstoð síma­fé­lags­ins. 

Síðast sást til Artur Jarmoszkos um mánaðamótin.
Síðast sást til Artur Jarmoszkos um mánaðamótin.

Síðast var vitað um ferðir Art­urs í miðborg Reykja­vík­ur seint á þriðju­dags­kvöld­inu 28. fe­brú­ar, líkt og fram kom á mynd í eft­ir­lits­mynda­vél, en nú er talið, vegna framkom­inna síma­gagna, að hann hafi farið til Kópa­vogs í fram­hald­inu og verið þar á ferð snemma aðfara­næt­ur miðviku­dags­ins 1. mars.

Art­ur, sem er 25 ára og grann­vax­inn, dökk­hærður með stutt hár, 186 sm á hæð og með græn augu, er pólsk­ur, en hef­ur búið á Íslandi um all­nokk­urt skeið. Talið er að hann sé klædd­ur í svarta úlpu eða mittisjakka, blá­ar galla­bux­ur og hvíta striga­skó.

Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir Art­urs, eða vita hvar hann er að finna, eru vin­sam­leg­ast beðnir um að hafa sam­band við lög­regl­una í síma 444-1000. Upp­lýs­ing­um má einnig koma á fram­færi í tölvu­pósti á net­fangið gudmund­ur.pall@lrh.is eða í einka­skila­boðum á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Björgunarsveitir eru að störfum við Kársnesið í Kópavoginum. Leit­ar­svæðið nær …
Björgunarsveitir eru að störfum við Kársnesið í Kópavoginum. Leit­ar­svæðið nær allt frá Gróttu að Álfta­nesi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert