Auðvelt að vera vitur eftir á

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra seg­ir að það sé rétt sem fólk hafi bent á; það hefði verið hægt að kaupa af­l­andskrónu­eign­ir með ódýr­ari hætti í fyrra. „Menn hefðu orðið að vilja semja þá,“ seg­ir Bene­dikt í sam­tali við mbl.is.

Bene­dikt sagði á Alþingi í dag að það hefði verið hægt að þurrka upp snjó­hengj­una svo­kölluðu í útboðinu sem efnt var til á síðasta ári ef gengið hefði verið lækkað. Um mitt síðasta ár fór fram útboð á geng­inu 190 krón­ur fyr­ir hverja evru en sam­kvæmt nú­gild­andi sam­komu­lagi kaup­ir Seðlabank­inn af­l­andskrónu­eign­ir á geng­inu 137,5 krón­ur fyr­ir evru.

Ég hef líka sagt að á þeim tíma vissu menn auðvitað ekki að gengi krón­unn­ar myndi styrkj­ast um 20-25 krón­ur miðað við evr­una,“ bæt­ir Bene­dikt við og seg­ir að það sé oft auðvelt að vera vit­ur eft­ir á.

„Það er að minnsta kosti mjög auðvelt að sjá hlut­ina eft­ir á. Stund­um er auðveld­ara að sjá þá eft­ir á en fyr­ir fram en það þýðir ekk­ert að tala um það núna. Þetta var ekki gert og þá verðum við að vinna úr stöðunni eins og hún er núna.“

Bene­dikt seg­ist ekki hafa verið að segja að kjör­in hefðu verið full­hag­stæð fyr­ir af­l­andskrónu­eig­end­ur. „Ég er bara að segja að í fyrra náðist ekki að klára það miðað við þau kjör sem buðust þá og menn geta ekki bæði neitað því að semja og heimtað að það sé samið ein­hvern veg­inn öðru­vísi,“ seg­ir Bene­dikt og bæt­ir við að ekki hafi margt annað verið gagn­rýnt við kynn­ingu á los­un hafta.

Aðstæður breyt­ast, það er kannski meg­in­at­riðið af því að það er þannig að þetta er eig­in­lega eina gagn­rýn­is­atriðið sem menn hafa komið með; það er mun­ur á kjör­un­um. Það skýrist á því að aðstæður eru all­ar aðrar og hafa breyst með þeim hætti að manni hefði þótt það ótrú­legt fyr­ir átta mánuðum. Að gjald­eyr­is­forðinn hefði styrkst svona mikið en á sama tíma hefði gengi krón­unn­ar styrkst um 20%.“

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gagn­rýndi sitj­andi rík­is­stjórn á þingi í dag. Sagði hann af­nám haft­anna morg­un­gjöf til vog­un­ar­sjóða í New York. Spurður um þessi um­mæli hafði Bene­dikt lítið að segja: „Ég vil ekk­ert segja um það. Ég ætla ekk­ert að tjá mig um þessi um­mæli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert