Hildur Knútsdóttir úr VG og Kristín Traustadóttir úr Sjálfstæðisflokknum tóku sæti á Alþingi í dag. Þær hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.
Hildur tekur sæti Kolbeins Óttarssonar Proppé og Kristín tekur sæti Vilhjálms Árnasonar. Þingforseti tilkynnti við upphaf þingfundar í dag að þeir þurfi báðir að taka leyfi frá þingstörfum.
Auk þeirra tók píratinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sæti á ný á Alþingi.