„Köfun felur í sér hættu“

„Þetta [köfun] er íþrótt sem felur í sér áhættu og fólk verður að vera meðvitað um hana,“ segir Manchestermaðurinn Phil Borden sem var mættur í Silfru í dag til að kafa en svæðið hafði verið lokað fyrir köfun og snorkl síðan á laugardag. Ekki var að sjá að slysin á svæðinu verði til að draga úr aðsókninni og var mikill erill við Silfru í morgun þegar opnað var að nýju.

Einar Á. E. Sæmundssen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, sagði að opnunin hefði gengið samkvæmt áætlun enda væri mikill samhugur á meðal ferðaþjónustufyrirtækjanna og yfirvalda um að efla öryggi á svæðinu en tvö áþekk banaslys hafa orðið við snorkl í Silfru á undanförnum mánuði. 

Mesta breytingin sem sjáanleg væri í dag væri sú að fækka í hópunum sem leiðsögumenn fylgja í vatnið en nú mega sex í vera hóp þegar verið er að snorkla en áður voru þeir átta og þrír geta verið í hóp í köfun en áður voru þeir fjórir. 

mbl.is var við Silfru í dag og ræddi við Einar og nokkra ferðamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert