Næstu skref leitar verða ákveðin í dag

Fjörur voru gengnar í Kópavogi í leitinni í gær.
Fjörur voru gengnar í Kópavogi í leitinni í gær. mbl.is/Golli

Yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun nú í morgunsárið funda þar sem næstu skref í leitinni að Artur Jarmoszko, sem ekkert hefur spurst til síðan 1. mars, verða ákveðin.

Í gær gengu björgunarsveitarmenn fjörur við Kársnes og Fossvog en stafrænar upplýsingar úr síma Arturs leiddu leitina á þær slóðir.

Raunar hafa þær verið það helsta sem á er byggjandi í þessu máli sem rannsakað er sem mannshvarf, að því er fram kemur í umfjöllun um leitina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert