Ragna kjörin formaður Stúdentaráðs

Ragna Sigurðardóttir á fundi Stúdentaráðs í dag.
Ragna Sigurðardóttir á fundi Stúdentaráðs í dag. Ljósmynd/Stúdentablaðið

Ragna Sigurðardóttir, nemi í læknisfræði, er nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þetta kemur fram á vef Stúdentablaðsins. Segir þar að Ragna hafi verið kjörin til að gegna embættinu á svokölluðum skiptafundi SHÍ sem fram fór í Odda í dag, þegar nýtt stúdentaráð tók jafnframt við störfum.

Nýr meirihluti var kjörinn í byrjun febrúar.

Fram kemur á vef blaðsins að á fundinum var Ási Þórðarson sálfræðinemi jafnframt kjörinn til að gegna embætti varaformanns ráðsins, Sigmar Aron Ómarsson lögfræðinemi kjörinn hagsmunafulltrúi ráðsins og Ragnar Auðun Árnason stjórnmálafræðinemi kjörinn lánasjóðsfulltrúi SHÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert