Ragna Sigurðardóttir, nemi í læknisfræði, er nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þetta kemur fram á vef Stúdentablaðsins. Segir þar að Ragna hafi verið kjörin til að gegna embættinu á svokölluðum skiptafundi SHÍ sem fram fór í Odda í dag, þegar nýtt stúdentaráð tók jafnframt við störfum.
Nýr meirihluti var kjörinn í byrjun febrúar.
Fram kemur á vef blaðsins að á fundinum var Ási Þórðarson sálfræðinemi jafnframt kjörinn til að gegna embætti varaformanns ráðsins, Sigmar Aron Ómarsson lögfræðinemi kjörinn hagsmunafulltrúi ráðsins og Ragnar Auðun Árnason stjórnmálafræðinemi kjörinn lánasjóðsfulltrúi SHÍ.