Anna Nicole glímir við veikindi

Anna Nicole Grayson er 29 ára.
Anna Nicole Grayson er 29 ára.

Önnu Nicole Grayson, 29 ára, er enn saknað. Ekkert hefur til hennar spurst frá því í miðborg Reykjavíkur í gærmorgun. Anna glímir að sögn lögreglu við veikindi.

Anna er 174 sentímetrar á hæð, með blá augu, millisítt dökkt hár og þéttvaxin. Talið er að hún sé klædd í brúnan jakka, bleika hettupeysu, sebra-munstraðar buxur og sé í gúmmístígvélum.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Önnu, eða vita hvar hana er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan auglýsti fyrst eftir Önnu í gærkvöldi, um hálfum sólarhring eftir að síðast sást til hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert