Gagnrýna samráðsleysi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynna afnám gjaldeyrishafta …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynna afnám gjaldeyrishafta á sunnudag. Sama dag var tilkynnt um skipan nefndar um endurskoðun peningastefnunnar. mbl.is/Golli

For­menn og full­trú­ar Vinstri grænna, Pírata, Fram­sókn­ar­flokks og Sam­fylk­ing­ar gagn­rýna verklag rík­is­stjórn­ar­inn­ar við skip­an verk­efna­stjórn­ar um end­ur­skoðun pen­inga­stefnu Seðlabank­ans. Segja þeir að ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við minni­hlut­ann um val á nefnd­ar­mönn­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu þar sem seg­ir m.a. að ábyrgð og vönduð mót­un pen­inga­stefnu sé lyk­il­atriði að hag­sæld Íslands. End­ur­skoðun pen­inga­stefn­unn­ar sé eitt mik­il­væg­asta verk­efnið sem Ísland standi frammi fyr­ir.

„Full­trú­um stjórn­ar­flokk­anna hef­ur orðið tíðrætt um bætt vinnu­brögð á Alþingi og aukið sam­ráð. Lítið hef­ur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vek­ur furðu að verk­efn­is­stjórn um jafn­um­fangs­mikið og mik­il­vægt verk­efni og end­ur­skoðun pen­inga­stefn­unn­ar sé skipuð ein­hliða af rík­is­stjórn með minnsta mögu­lega meiri­hluta á Alþingi.

Þarna hafði rík­is­stjórn­in tæki­færi til að skipa nefnd sér­fræðinga í góðu sam­ráði við alla flokka á þingi og tryggja þannig þver­póli­tíska sátt um þá vinnu sem er fram und­an. Rík­is­stjórn­in nýtti ekki þetta tæki­færi en bend­ir á sam­ráðsnefnd þing­flokka sem hef­ur óljósu hlut­verki að gegna við þetta verk­efni. Það er dap­ur­legt að slík tæki­færi séu ekki nýtt til að bæta vinnu­brögð á Alþingi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert