Markaðir brugðust vel við

Höft á útstreymi gjaldeyris verða afnumin að öllu leyti í …
Höft á útstreymi gjaldeyris verða afnumin að öllu leyti í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stórt skref verður stigið í átt að frjálsu fjár­magns­flæði þegar gjald­eyr­is­höft verða af­num­in að veru­legu leyti í dag. Markaðir brugðust vel við tíðind­un­um í gær með hækk­un­um, en krón­an veikt­ist um 2,7 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal og evru.

Með skref­inu sem stigið verður í dag má segja að búið sé að af­nema gjald­eyr­is­höft á út­flæði fjár­magns að mestu en mikl­ar skorður eru áfram á inn­flæði fjár­magns. Bindiskyldu á ný­fjár­fest­ing­ar er­lendra aðila verður haldið áfram, sem hindr­ar inn­flæði fjár­magns vegna vaxtamun­ar­viðskipta sem myndi stuðla að frek­ari styrk­ingu krón­unn­ar.

Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræðideild­ar Há­skóla Íslands, seg­ir gjald­eyr­is­markaði geta hreyfst hratt og með sjálf­stæðan gjald­miðil megi Íslend­ing­ar bú­ast við geng­is­lækk­un­um. „En það kæmi mér á óvart ef krón­an veikt­ist á morg­un [í dag],“ seg­ir Ásgeir í um­fjöll­un um af­nám haft­anna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert