Vestfirðingar bíða eftir „dómsdegi"

Með nýjum vegi um Gufudalssveit er ætlunin að færa Vestfjarðaveg …
Með nýjum vegi um Gufudalssveit er ætlunin að færa Vestfjarðaveg nr. 60 af Ódrjúgshálsi og Hjallahálsi og niður á láglendið við Breiðafjörð. mbl.is/Helgi Bjarnason

Und­ir­skrifta­söfn­un til að mót­mæla frest­un á vega­fram­kvæmd­um í Gufu­dals­sveit á Vest­fjörðum hef­ur gengið von­um fram­ar.  Um 6.200 und­ir­skrift­ir hafa safn­ast. Að sögn Hauks Más Sig­urðsson­ar, sem er einn þeirra sem standa á bak við söfn­un­ina, var mark­miðið að ná 6.000 und­ir­skrift­um, sem er álíka mikið og íbúa­tala Vest­fjarða.

„Við héld­um að það myndi ger­ast á 30 til 40 dög­um en það náðist á viku. Það er miklu betra en við þorðum að vona enda er eng­in markaðssetn­ing á bak við þetta hjá okk­ur,“ seg­ir Hauk­ur Már.

Haukur Már Sigurðsson frá Patreksfirði.
Hauk­ur Már Sig­urðsson frá Pat­reks­firði. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Meta stöðuna annað kvöld

Þeir sem standa á bak við und­ir­skrifta­söfn­un­ina ætla að hitt­ast annað kvöld og meta stöðuna. Að sögn Hauks Más verður tek­in ákvörðun um hvort beðið verði með frek­ari mót­mæli þangað til Skipu­lags­stofn­un birt­ir álit sitt á mats­skýrslu Vega­gerðar­inn­ar vegna vega­fram­kvæmd­anna. Það verður birt í síðasta lagi 27. mars. 

Í mats­skýrslu Vega­gerðar­inn­ar vegna um­hverf­is­mats kom fram að leið Þ-H um Gufu­dals­sveit sé besti kost­ur­inn við val á nýrri leið um sveit­ina. Sú leið ligg­ur meðal ann­ars um Teigs­skóg.

„Það er hinn svo­kallaði dóms­dag­ur í okk­ar huga. Það bíða hér all­ir eft­ir þess­um degi,“ seg­ir Hauk­ur um 27. mars. „Ef það kem­ur nei­kvætt álit frá þeim þá er spurn­ing­in hvernig stjórn­völd munu bregðast við því. Munu þau líta svo á að þetta sé ráðgef­andi álit og þau séu ekki skuld­bund­in af því. Ef þau álíta að þau séu skuld­bund­in að því, hvað ætla þau þá að gera?“ bæt­ir hann við.

„Ef við fáum já­kvætt svar verður flaggað hér á all­ar stang­ir, held ég. Ef við fáum nei­kvætt held ég að menn hætti nú á miðri leið.“

Jón Gunnarsson samgönguráðherra.
Jón Gunn­ars­son sam­gönguráðherra. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Tvær hindr­an­ir í veg­in­um 

Bæj­ar­stjóri, formaður bæj­ar­ráðs og verk­efna­stjóri sam­fé­lags­upp­bygg­ing­ar í Vest­ur­byggð, fóru á fund með Jóni Gunn­ars­syni, ráðherra sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­mála, í gær.

Þar voru fram­kvæmd­irn­ar í Gufu­dals­sveit meðal ann­ars rædd­ar. Að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Vest­ur­byggð var ráðherra já­kvæður um að hægt verði að bjóða út verkið á þessu ári. Fyrst þurfi að tryggja fjár­veit­ingu til þess.

Hauk­ur bend­ir á að ráðherra hafi ekki enn sagt op­in­ber­lega að búið sé að tryggja fjár­muni til fram­kvæmd­anna. Því séu íbú­ar Vest­fjarða að bíða eft­ir.

Hann seg­ir tvær hindr­an­ir vera í veg­in­um. Ann­ars veg­ar álit Skipu­lags­stofn­un­ar og viðbragða stjórn­valda við henni og hins veg­ar pen­inga­mál­in. „Við erum ekk­ert búin að klára þessa bar­áttu.“

mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Ekk­ert út­spil frá ráðherra

Hauk­ur nefn­ir að fund­ur með þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins á Vest­fjörðum á dög­un­um hafi sýnt að menn séu að leggja sig fram í mál­inu. „Fund­ur­inn var mjög mál­efna­leg­ur og góður. Þau voru ekki með nein­ar frétt­ir eins og við átt­um von á því það hafði verið rík­is­stjórn­ar­fund­ur um morg­un­inn. Við átt­um von á að það kæmi út­spil frá ráðherra sem gæti sagt okk­ur að það væri eitt­hvað framund­an en það kom aldrei. Fund­ur­inn var samt mjög „kúlti­veraður“ þrátt fyr­ir alla þessa reiði.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka