Eins og fangarnir í teiknimyndunum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks. mbl.is/Eggert

„Þetta er það sem við var að bú­ast þegar menn sjá að slík­ar aðferðir bera ár­ang­ur. Þegar menn láta und­an þrýst­ingi og borga, ef svo má segja. Þá er það yf­ir­leitt hvati fyr­ir þá sem beita þrýst­ingn­um að ganga enn þá lengra og ná í enn þá meira. Þetta vek­ur spurn­ing­una, hvar end­ar þetta?

Þetta seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, í sam­tali við mbl.is. Fregn­ir bár­ust af því í morg­un að banda­ríski vog­un­ar­sjóður­inn Loom­is Say­les hafi hafnað til­boði ís­lenskra stjórn­valda um kaup á af­l­andskrón­um í kjöl­far viðræðna við sjóðina sem fram fóru ný­verið.

Vog­un­ar­sjóður­inn á um þriðjung þeirra af­l­andskróna sem ekki hef­ur verið samið um kaup á eða um 33 millj­arða króna. Sam­kvæmt samn­ingn­um er boðist til að kaupa af­l­andskrónu­eign­ir á geng­inu 137,5 krón­ur fyr­ir evr­una. Loom­is bend­ir á að markaðsgengið hafi verið 118 á miðviku­dag.

Kakan sem Sigmundur birti á Facebook-síðu sinni.
Kak­an sem Sig­mund­ur birti á Face­book-síðu sinni. Ljós­mynd/​Sig­mund­ur Davíð

Sýndu að þeim er ekki al­vara

Sig­mund­ur seg­ir stjórn­völd hafa sýnt að þeim sé ekki al­vara með því sem sett er fram sem form­leg op­in­ber stefna og liður í heild­arplani um los­un hafta. „Það má segja að menn séu að biðja þá um að færa sig áfram upp á skaftið. Það á við í þessu til­viki hvað varðar ólosaðar af­l­andskrón­ur, auk þess hugs­an­leg framtíðar­at­vik þar sem ís­lensk stjórn­völd kunna að vera und­ir þrýst­ingi að hverfa frá markaðri stefnu eða regl­um vegna þess að það hent­ar ein­hverj­um fjár­mála­öfl­um til að mynda. Þarna er búið að búa til for­dæmi sem verður mik­ill hvati fyr­ir þá sem reyna að knýja stjórn­völd til að breyta um stefnu.

Ráðherr­arn­ir ekki sam­stíga

Sig­mund­ur tel­ur þetta einnig áhuga­vert í ljósi þess að fjár­málaráðherra, Bene­dikt Jó­hann­es­son, sagði að menn hefðu getað klárað þetta allt sam­an við útboðið í fyrra ef boðið hefði verið bet­ur. „Þetta gef­ur þvert á móti til kynna að þegar stjórn­völd halda áfram að bjóða bet­ur þá halda menn áfram að vilja meira,“ seg­ir Sig­mund­ur.

„Reynd­ar var mjög áhuga­vert í umræðum um þessi mál að sjá að fjár­málaráðherra ann­ars veg­ar og for­sæt­is­ráðherra hins veg­ar tala al­gjör­lega í kross um þetta útboð í fyrra. Fjár­málaráðherra lýs­ir því sem mis­heppnuðu en for­sæt­is­ráðherra legg­ur áherslu á að þrátt fyr­ir allt hafi það verið vel heppnað.“

Útboðið í fyrra fór of seint fram

For­sæt­is­ráðherr­ann fyrr­ver­andi seg­ir að útboðið í fyrra hafi farið allt of seint af stað, eins og menn í und­ir­bún­ings­hópn­um bentu á. „Það hefði verið mun æski­legra ef skemmri tími hefði liðið frá aðgerðum varðandi slita­bú­in og útboð vegna af­l­andskróna. Í fyrsta lagi átti þetta að vera hluti af sömu aðgerð og auk þess þurfti að vera til staðar sami þrýst­ing­ur fyr­ir þessa aðila eins og hina. Reynd­ar bentu aðilar í þess­um und­ir­bún­ings­hópi á þetta. Seðlabank­inn var ein­hverra hluta vegna ekki til­bú­inn fyrr en um mitt síðasta ár,“ seg­ir Sig­mund­ur en hon­um þykir stjórn­völd vera að missa trú­verðug­leik­ann.

„Það er mik­il synd að varpa hon­um fyr­ir róða að minnsta kosti að ein­hverju leyti, al­veg í lok­in á þessu plani sem var að klár­ast og var að ganga upp. Það hafði kostað, ekki bara mikla und­ir­bún­ings­vinnu held­ur mik­il átök og þolgæði af hálfu Íslands. Við vor­um búin að byggja upp þá ímynd að það borgaði sig að taka Ísland al­var­lega þegar það kæmi að úr­lausn efna­hags­legra álita­efna. Við höfðum farið nýj­ar leiðir sem höfðu skilað mikl­um ár­angri þrátt fyr­ir oft og tíðum gríðarlega mót­spyrnu hags­munaaðila, þá hafði Ísland haldið sínu striki. Það að hverfa frá því prinsippi al­veg á loka­metr­un­um er mjög skaðlegt fyr­ir þann trú­verðug­leika sem við vor­um búin að byggja upp.

Fengu senda köku með þjöl

Sig­mund­ur birti mynd á Face­book-síðu sinni þar sem sjá má hníf og köku sem ein­hver hef­ur kom­ist í. Aðspurður seg­ir hann að þetta sé gert til að reyna að skýra flók­in hafta­mál á ein­fald­an máta. 

„Þetta er eins og í teikni­mynd­un­um í gamla daga þegar þeir sem voru læst­ir inni fengu senda köku með þjöl til að geta sargað sig út. Lík­ing­in er þá sú að það var búið að segja þess­um aðilum að þeir yrðu læst­ir inni með aur­ana ef þeir spiluðu ekki með. Þeir ákváðu að spila ekki með en fengu eins kon­ar köku að gjöf fyr­ir og leiðina út.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert