„Tel að stefnunni hafi verið fylgt“

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég tel að stefn­unni hafi verið fylgt,“ seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra í sam­tali við mbl.is innt­ur eft­ir viðbrögðum vegna þeirr­ar gagn­rýni að stjórn­völd hafi ekki fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var í tíð fyrri rík­is­stjórn­ar um los­un hafta. 

Gagn­rýn­in hef­ur byggst á því að stjórn­völd hafi boðað til gjald­eyr­is­upp­boðs síðasta sum­ar með þeim skila­boðum að þeir af­l­andskrónu­eig­end­ur sem ekki tækju þátt yrðu að sæta því að verða sett­ir aft­ast í röðina þegar kæmi að los­un hafta og krónu­eign­ir þeirra yrðu sett­ar á lang­tíma­reikn­inga með lág­um eða enum vöxt­um.

Rík­is­stjórn­in hafi hins veg­ar ákveðið að semja við af­l­andskrónu­eig­end­ur, sem aðallega eru er­lend­ir vog­un­ar­sjóðir, um að kaupa af þeim af­l­andskrón­ur þeirra á hag­stæðari kjör­um fyr­ir þá en síðasta sum­ar. Þar með hafi trú­verðug­leiki stjórn­valda rýrnað sem aft­ur hafi birst í ákvörðun vog­un­ar­sjóðsins Loom­is Say­les að hafna til­boði þeirra.

Meðal þeirra sem hef­ur gagn­rýnt rík­is­stjórn­ina á þess­um for­send­um er Sig­urður Hann­es­son, fyrr­ver­andi vara­formaður fram­kvæmda­hóps stjórn­valda um los­un hafta. Með fram­göngu sinni hafi stjórn­völd sent kol­röng skila­boð til eig­enda af­l­andskróna. Hægt væri að fá þau til þess að gefa eft­ir með því að neita að spila eft­ir regl­un­um.

„Staðreynd­in er sú að höft­un­um hef­ur verið aflétt og Íslend­ing­ar geta all­ir farið út á gengi dags­ins á meðan af­l­andskrónur­eig­end­ur fá að fara út en á hærra gengi,“ seg­ir Bene­dikt. Meira sé ekki um það að segja. Varðandi það hvernig stjórn­völd ætli að bregðast við ákvörðun Loom­is Say­les seg­ist ráðherr­ann ekki geta tjáð sig um það að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert