HB Grandi með 11,3% af aflahlutdeildum

Kvótastaða 10 stærstu útgerðanna þann 14. mars 2017.
Kvótastaða 10 stærstu útgerðanna þann 14. mars 2017.

Eins og undanfarin ár eru HB Grandi og Samherji í tveimur efstu sætunum hvað varðar aflahlutdeildir stærstu útgerðarfyrirtækja.

Fiskistofa hefur birt uppfært yfirlit um hlutdeild þeirra 100 útgerða sem ráða yfir mestum aflaheimildum. Slíkur listi var gefinn út í upphafi fiskveiðiársins og síðan uppfærður eftir úthlutun aflamarks í deilistofnun um áramótin og viðbótarúthlutun á loðnu, en listinn er miðaður við 14. mars.

Nokkur fyrirtæki sem ráða yfir miklum heimildum í þessum tegundum hafa færst ofar á listanum frá því sem var í september og röðin breyst innbyrðis. HB Grandi er með um 11,3% af hlutdeildunum en var í september við upphaf fiskveiðiársins með 11,0%. Samherji er með 6,5%, en var með 6,24% í september, að því er fram kemur m.a. í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert