Krónan ekki heppileg til frambúðar

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/RAX

Krón­an er ekki heppi­leg­ur gjald­miðill fyr­ir Ísland til fram­búðar. Þetta seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra. Um­mæl­in lét hann falla í sam­tali við Heimi Má Pét­urs­son í þætt­in­um Víg­lín­unni á Stöð 2.

Nefndi hann sem dæmi að krón­an lagaði sig ekki að þörf­um sjáv­ar­út­vegs­ins og jafn­vel held­ur ekki ferðaþjón­ust­unn­ar, eins og sjá mætti í dag.

Þá væri ís­lenskt sam­fé­lag að missa til út­landa ýmis tæknistörf vegna geng­is krón­unn­ar.

Sagðist Bene­dikt helst vilja horfa til þess hvar Ísland ætti helst viðskipti, við skoðun á öðrum mögu­leik­um. Eng­ar töfra­lausn­ir væru þó í þess­um efn­um. Ef Ísland tæki upp evr­una þyrft­um við til dæm­is að laga okk­ur að aðstæðum á vinnu­markaði á evru­svæðinu, sagði Bene­dikt.

„En þegar gengið er orðið svona rosa­lega sterkt þá fáum við fleiri í lið með okk­ur,“ bætti hann við og nefndi út­gerðarfé­lög í því sam­bandi. Reynt yrði að ráða lausn á þeim vanda sem fæl­ist í krón­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert