Dómari víkur sæti í Kaupþingsmáli

Málið var fyrst höfðað í febrúar á síðasta ári.
Málið var fyrst höfðað í febrúar á síðasta ári. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Vesturlands, um að dómstjóri dómstólsins víki sæti við meðferð skaðabótamáls Samtaka sparifjáreigenda á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings.

Dómstjóri Héraðsdóms Vesturlands, Ásgeir Magnússon, kvað upp úrskurð sinn hinn 25. janúar og sagðist ákveða að víkja sæti við meðferð málsins.

Sagði hann það vera sökum þess að sonur hans, Magnús Kristinn Ásgeirsson, væri yfirlögfræðingur Kauphallarinnar, Nasdaq á Íslandi, og hefði gefið skýrslu sem vitni fyrir héraðsdómi í máli gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans.

Hæstiréttur hefur nú staðfest úrskurð héraðsdóms eins og áður sagði.

Þrautaganga fyrir samtökin

Málaferlin hafa reynst samtökunum töluverð þrautaganga. Þau stefndu for­svars­mönn­um Kaupþings í febrúar á síðasta ári, vegna markaðsmis­notk­un­ar og fyrir að hafa valdið hlut­höf­um bank­ans fjár­tjóni með blekk­ing­um.

Greint var frá því þá að um prófmál væri að ræða, þar sem skorið yrði úr því hvort al­menn­ir hlut­haf­ar sem áttu hluta­bréf í Kaupþingi gætu sótt skaðabæt­ur á hend­ur fyrrverandi stjórnendum bankans.

Stefnan var þá birt Hreiðari Má Sig­urðssyni, fyrrverandi for­stjóra Kaupþingssam­stæðunn­ar, Ingólfi Helga­syni, fyrrverandi for­stjóra Kaupþings á Íslandi, Magnúsi Guðmunds­syni, fyrrverandi for­stjóra dótt­ur­fé­lags Kaupþings í Lúx­em­borg, Ólafi Ólafs­syni, sem áður var einn stærsti eig­andi Kaupþings og Sig­urði Ein­ars­syni, fyrrverandi stjórn­ar­for­manni Kaupþings.

Var flest­um þeirra birt stefn­an á Kvía­bryggju, þar sem þeir þá afplánuðu dóma.

Hreiðar Már Sigurðsson í Hæstarétti.
Hreiðar Már Sigurðsson í Hæstarétti. mbl.is/Árni Sæberg

Vísað frá vegna varnarþings

Og viðvera þeirra á Kvíabryggju átti einmitt hlut að máli við fyrstu hindrun málsins. Í júlí á síðasta ári var málinu vísað frá Héraðsdómi Vesturlands, á grundvelli þess að mönnunum hefði ekki verið stefnt fyrir réttu varnarþingi.

Dóm­ur­inn sagði þá óum­deilt að all­ir ættu þeir lög­heim­ili utan um­dæm­is Héraðsdóms Vest­ur­lands; Hreiðar, Ingólf­ur og Magnús í Lúx­em­borg, Ólaf­ur í Sviss og Sig­urður í Reykja­vík.

Samtökin töldu hins vegar að ef þeir væru með fasta bú­setu utan lög­heim­il­is mætti sækja þá í þeirri þing­há. Þá mætti einnig sækja þá þar sem stefn­an hefði verið birt ef þeir væru bú­sett­ir er­lend­is. Héraðsdómur var ekki á sama máli.

Stefnuvotturinn fór á Kvíabryggju

Málinu var þó ekki lokið, þar sem Hæstiréttur felldi úrskurð Héraðsdóms Vesturlands úr gildi í september síðastliðnum. Lagði hann fyr­ir héraðsdóm að taka málið til efn­is­meðferðar.

Fram kem­ur í dómi réttarins að sam­tök­in hafi lagt fram bréf­lega staðfest­ingu varðstjóra í fang­els­inu að Kvía­bryggju, frá 7. júlí 2016, á því að þeir Hreiðar, Magnús, Ólaf­ur og Sig­urður hafi all­ir verið vistaðir þar 10. fe­brú­ar sama ár, en það er degi eft­ir að málið var höfðað fyr­ir Héraðsdómi Vest­ur­lands.

Þá hafi sam­tök­in jafnframt lagt fram bréf frá 4. júlí 2016 frá stefnu­votti, sem gerði vott­orð um birt­ingu stefnu hinn 10. fe­brú­ar sama ár.

Sigurður Einarsson í Hæstarétti.
Sigurður Einarsson í Hæstarétti. mbl.is/Árni Sæberg

Hreiðar og Magnús læstu að sér og neituðu að skrifa und­ir nokkuð

Í bréf­i stefnuvotts seg­ir að hann hafi gefið sig fram við tvo fanga­verði þegar hann kom á Kvía­bryggju. Fanga­verðirn­ir hafi haft sam­band við fjór­menn­ing­ana og tjáð þeim að stefnu­vott­ur biði þeirra á skrif­stofu fang­els­is­ins. Sig­urður hafi þá komið þangað og stefn­an verið birt fyr­ir hon­um. Síðan hafi Ólaf­ur komið, en hann sagt stefnu­vott­in­um að nægi­legt væri að birta fyr­ir fanga­verði, sem svo hafi verið gert.

Á hinn bóg­inn hafi varn­araðilarn­ir Hreiðar og Magnús hvor­ug­ur komið og fanga­vörður því fylgt stefnu­vott­in­um í hús, þar sem þeir hafi verið vistaðir.

Þegar þangað hafi verið komið hafi þeir verið í her­bergj­um sín­um og haft læst að sér, en þegar bankað hafi verið á dyr hafi þeir hvor fyr­ir sig kallað fram að þeir myndu ekki skrifa und­ir neitt.

Að því er þá varðar hafði stefn­an því verið birt fyr­ir fanga­verði, samkvæmt mati réttarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert