Starfsemi nýs framhaldsskóla í Reykjavík, Menntaskólans í tónlist (MÍT), hefst næsta haust.
Starfsemi þessi verður samstarf Tónlistarskólans í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH, en þar getur fólk tekið 150 námseiningar til stúdentsprófs í tónlistargreinum.
Bóklegi kjarninn, 150 einingar, er tekinn við MH, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.