Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand, sem m.a. eru ákærðar fyrir að reyna kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þáverandi forsætisráðherra, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt eftir klukkan níu í morgun.
Þinghaldið í málinu er lokað.
Fréttavefur RÚV hefur eftir Kolbrúnu Garðasdóttur, verjanda Hlínar, að lögregla hafi hins vegar fellt niður nauðgunarkæru Hlínar Einarsdóttur gegn fyrrverandi samstarfsmanni sínum í nóvember og að sú ákvörðun hafi ekki verið kærð til ríkissaksóknara.