Grunnskólakennari í Hafnarfirði segir marga nemendur byrjaða að nota ensku til samskipta í skólanum. Eigi þetta við bæði um unglinga og yngri nemendur.
Kennarinn telur ekki öruggt að íslenskan lifi af þær ógnir sem hún stendur frammi fyrir um þessar mundir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Segir kennarinn að farið hafi að bera á þessu fyrir tveimur til þremur árum. Hann telur netvæðinguna skýra þessa þróun. Ungmennin verji miklum tíma á netinu.