„Á endanum færðu marblett“

„Við vitum alveg að fjölskyldur eru fjölbreyttari en það en …
„Við vitum alveg að fjölskyldur eru fjölbreyttari en það en ég veit ekki alveg hvað þarf til að við förum að átta okkur á því að það er ljótt að gera ekk ráð fyrir fjölbreytileikanum,“ segir Helga. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Þetta er bara enn einn birt­ing­ar­mynd um að við erum ekki kom­in eins langt og við höld­um,“ seg­ir Helga Bald­vins­dótt­ir Bjarg­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna´78, í sam­tali við mbl.is.

Í gær sagði mbl.is frá því að ung­ling­ar sem eiga tvær mömm­ur eða tvo pabba áttu erfitt með að svara spurn­ing­um í for­prófi PISA-prófs­ins á dög­un­um, þar sem spurt var út í fjöl­skyldu­hagi, þar á meðal um mennt­un og störf „mömmu og pabba.“ Seg­ir Helga að um sé að ræða klass­ískt dæmi sem Sam­tök­in verði oft vör við.

Vanda­mál sem þessi eru jafn­an ekki tal­in al­var­leg af þeim sem njóta for­rétt­inda­stöðu að sögn Helgu en fyr­ir hinseg­in fólk og fjöl­skyld­ur þeirra, sem upp­lifa ít­rekað til­felli sem þessi, geti þetta reynst erfitt. „Eitt og eitt skipti er kannski ekk­ert hræðilegt, en þegar þú lend­ir ít­rekað í þessu að þá verður þetta svo kerf­is­lægt og það get­ur verið svo lýj­andi,“ út­skýr­ir Helga.

Vont þegar potað er í mar­blett­inn

Þetta fyr­ir­bæri sem um ræðir er að sögn Helgu kallað öráreitni (e. micro aggressi­on). Eitt­hvað sem sé svo pínu lítið, en sí­end­ur­tekið verður það smátt og smátt meira íþyngj­andi. „Svo­lítið eins og sé verið að pota í öxl­ina á þér,“ út­skýr­ir Helga. „Það er ekk­ert hræðilegt einu sinni, en ef það er verið að pota mörg­um sinn­um á dag, á hverj­um ein­asta degi, þá á end­an­um færðu mar­blett.“

Þegar ein­stak­ling­ur sé svo kom­inn með mar­blett þá sé vissu­lega vont þegar potað er áfram í blett­inn. „Þannig að þetta vind­ur upp á sig.“

Fleiri sam­bæri­leg dæmi þekk­ist víða í sam­fé­lag­inu, til að mynda á hinum og þess­um stöðluðu eyðublöðum og nefn­ir Helga fæðing­ar barna sér­stak­lega sem dæmi. „Þá er alltaf gert ráð fyr­ir að það sé karl og kona […] við vit­um al­veg að fjöl­skyld­ur eru fjöl­breytt­ari en það en ég veit ekki al­veg hvað þarf til að við för­um að átta okk­ur á því að það er ljótt að gera ekki ráð fyr­ir fjöl­breyti­leik­an­um,“ seg­ir Helga.

Þykir ekki nógu al­var­legt til að laga

Hún seg­ir sam­tök­in ít­rekað hafa bent á vanda­mál sem þessi en ein­hverra hluta vegna hafi það ekki verið lagað, þrátt fyr­ir að svo virðist sem það ætti ekki að vera flókið í fram­kvæmd. Til að mynda þegar börn fæðist með hjálp tækni­frjóvg­un­ar, sé sam­býl­ismaður móður sjálf­krafa skráður sem faðir barns­ins í Þjóðskrá. Aft­ur á móti sé sag­an önn­ur ef tvær kon­ur, sem skráðar eru í sam­búð, eign­ast barn með hjálp tækni­frjóvg­un­ar.

En hvers vegna er svo flókið að út­rýma vanda­mál­inu?

„Ég held að það sé ein­hvern veg­inn ekki litið á þetta sem al­var­legt,“ svar­ar Helga. „Svo­lítið eins og við séum að gera rosa­lega mikl­ar kröf­ur. En ég held að ef fólk kynn­ir sér mál­in al­menni­lega, hlusti á reynslu fólks sem er ít­rekað að lenda í þessu, að þá sjái það all­ir að auðvitað breyt­um við bara þess­um eyðublöðum,“ seg­ir Helga að lok­um. „Það þarf svo­lítið meiri vit­und­ar­vakn­ingu um að þetta sé al­var­legt og að þetta sé form af mis­mun­un.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert