Fjárfest fyrir milljarða á Héðinsreit

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. Ómar Óskarsson

Fjár­fest­ar hafa að und­an­förnu keypt lóðir og fast­eign­ir á svo­nefnd­um Héðins­reit í Reykja­vík fyr­ir millj­arða króna.

Héðins­reit­ur skipt­ist í tvo hluta, Selja­veg 2 og Vest­ur­götu 64. Hug­mynd­ir eru um að byggja tvö hót­el, hvort á sín­um hluta Héðins­reits.

Í um­fjöll­un um bygg­ingaráform þess í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að Ólaf­ur Ólafs­son í Sam­skip­um komi að þess­um fjár­fest­ing­um.

Upp­fært kl. 12.00:

mbl.is hef­ur borist eft­ir­far­andi leiðrétt­ing frá Kristó­fer Oli­vers­syni, fram­kvæmda­stjóra Center­hotels.

Í um­fjöll­un um bygg­ingaráform á s.k.Héðins­reit í Mbl.is í dag gæt­ir mis­skiln­ings á eign­ar­haldi reits­ins.  Hið rétta er að Héðins­reit­ur­inn skipt­ist í tvo hluta. Á efri reitn­um er fast­eign­in Selja­veg­ur 2, s.k. Héðins­hús, auk nokk­urs bygg­ing­ar­lands, en neðri reit­ur­inn er óbyggður.

Efri reit­ur­inn er í eigu fé­lags­ins Selja­veg­ar ehf en neðri reit­ur­inn er í eigu fé­lags­ins Hróðurs ehf.  Eng­in tengsl eru milli fé­lag­anna Selja­veg­ar ehf. og Hróðurs ehf. önn­ur en þau að lóðirn­ar á reitn­um liggja sam­an. Eig­end­ur að reit­un­um tveim­ur eru alls ótengd­ir.  Eig­end­ur að efri reitn­um, þ.e. eig­end­ur Selja­veg­ar 2 ehf. hyggj­ast breyta meg­in­hluta nú­ver­andi fast­eigna í hót­el, sem rekið verður af Center­hotels en verk­efnið er til um­fjöll­un­ar hjá bygg­ing­ar­yf­ir­völd­um og verður kynnt þegar lín­ur skýr­ast.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert