Bandarísk stjórnvöld hafa ekki reynt að fá Alfreð Clausen framseldan frá Íslandi til Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að engir framsalssamningar eru í gildi á milli landanna.
Ef Alfreð snýr aftur til Bandaríkjanna verður hann handtekinn þar. Þetta segir John Vega, yfirlögregluþjónn hjá saksóknaranum í San Bernandino, í skriflegu svari við fyrirspurn Rúv.
Annar mannanna í máli Alfreðs var dæmdur í sjö ára fangelsi í síðasta mánuði.
Málið vakti mikla athygli fyrir tveimur árum. Þá lýstu bandarísk stjórnvöld eftir Alfreð í tengslum við umfangsmikið fjársvikamál. Hann var grunaður um að hafa átt þátt í að svíkja út rúma sex milljarða króna í tengslum við lánastarfsemi.