Rukkað upp á Helgafell

Af tindi Helgafells er gott útsýni.
Af tindi Helgafells er gott útsýni. mbl.is/Sigurður Bogi

Land­eig­end­ur að Helga­felli við Stykk­is­hólm hafa ákveðið að inn­heimta gjald af ferðafólki. Gjald­tak­an verður til að byggja upp svæðið og hafa opna sal­ern­isaðstöðu að sögn land­eig­enda. „Staður­inn hef­ur látið mikið á sjá vegna mik­ils fjölda ferðafólks sem hingað kem­ur og ef ekk­ert er að gert mun staður­inn ekki hafa mikið aðdrátt­ar­afl í framtíðinni,“ seg­ir Jó­hanna Krist­ín Hjart­ar­dótt­ir í svari við fyr­ir­spurn­um Morg­un­blaðsins, en hún og fjöl­skylda henn­ar eiga landið. Marg­ir ganga á Helga­fell til að njóta út­sýn­is yfir Breiðafjörð. Á tind­in­um eru leif­ar af munkaklaustri frá miðöld­um en við fellið stend­ur nú Helga­fells­kirkja, sem var byggð árið 1903.

Jó­hanna seg­ir að árið 2014 hafi land­eig­end­um verið veitt­ur styrk­ur úr Fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða til að gera við skemmd­ir, sem hafi verið orðnar mikl­ar og svæðið hafi mikið látið á sjá vegna fjölda ferðamanna sem þangað komu. „Ætl­un­in var að gera stíg­inn var­an­leg­an, stækka planið og gera betri merk­ing­ar svo hægt sé að taka við þeim fjölda sem hingað kem­ur, en það koma hingað á að giska 300 manns dag hvern yfir sum­ar­tím­ann, og ferðamönn­um fer fjölg­andi.“

Ekki bara greitt fyr­ir út­sýnið

Gjaldið verður 400 krón­ur fyr­ir tólf ára og eldri. Stefnt er á að hafa starfs­mann á svæðinu sem leiðbein­ir fólki, tín­ir rusl og ger­ir ým­is­legt fleira.

„Það er ekki verið að greiða fyr­ir að horfa á út­sýnið eins og marg­ir vilja meina, held­ur fyr­ir þá þjón­ustu sem er nauðsyn­leg á svona stað. Gjald­tak­an verður notuð til að byggja upp svæðið og hafa opna sal­ern­isaðstöðu, sem við telj­um nauðsyn­legt á svona fjöl­sótt­um stað,“ seg­ir hún.

Eig­end­urn­ir sóttu um styrk til Fram­kvæmda­sjóðs ferðamannastaða árin 2015 og 2016 til að klára verkið en var synjað í bæði skipt­in. „Staður­inn hef­ur mikið til­finn­inga­legt gildi fyr­ir okk­ur og er sárt að sjá hann fara í niðurníðslu vegna ágangs. Við erum lengi búin að velta fyr­ir okk­ur hvort við eig­um að loka fyr­ir aðgang á Helga­fell, en ákváðum að fara frek­ar þessa leið svo fólk geti notið þess að koma hingað á þenn­an fal­lega stað. Það þarf fjár­magn til að reka svona staði, það seg­ir sig sjálft,“ seg­ir Jó­hanna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka