Fáir kennarar stóðu við uppsagnir

Kennarar ganga til samstöðufundar.
Kennarar ganga til samstöðufundar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Afar fáir kennarar stóðu við uppsagnir sem tilkynntar voru meðan kjaradeila kennara og sveitarfélaga landsins stóð yfir síðastliðið haust.

Allir þeir tólf kennarar sem skiluðu inn uppsagnarbréfi í Norðlingaskóla í Reykjavík drógu uppsögn sína tilbaka samkvæmt upplýsingum frá skólanum. Rúmlega fjörutíu uppsagnarbréf bárust Reykjanesbæ í flestum af þeim sex grunnskólum í sveitarfélaginu og drógu flestir uppsögn sína til baka.

Fjöldi uppsagna var tilkynntur hjá Reykjavíkurborg en í svörum borgarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins var sagt að flestir hefðu dregið til baka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert