Þetta er mikið öryggismál

Talsverð hætta getur skapast þegar fjöldi bílar stöðvar í vegkanti.
Talsverð hætta getur skapast þegar fjöldi bílar stöðvar í vegkanti. Ljósmynd/Pétur Gauti

Sól­ey Jón­as­dótt­ir, starfsmaður hjá Vega­gerðinni, hef­ur lokið við að fara hring­veg­inn þar sem hún hef­ur skráð niður þá staði þar sem ferðamenn stoppa oft­ast. Hún legg­ur nú loka­hönd á skýrslu sem nýt­ist ef farið verður í að fjölga út­skot­um á þjóðveg­um lands­ins.

„Þetta gekk út á það að skrá staði þar sem ferðamenn eru að stoppa við vegi eða í veg­kanti. Þeir hnapp­dreifast á suma staði, vegna ein­hvers í um­hverf­inu,“ seg­ir Sól­ey í sam­tali við mbl.is en hún skráði fjölda staða þar sem vin­sælt er að stöðva öku­tæki og skoða sig um.

„Ég er búin að skrá 103 staði á hring­veg­in­um en þetta er lang­mest í kring­um Vík og að Höfn.

Hún seg­ir að fólk hafi tals­verðar áhyggj­ur, enda skap­ist oft hætta þegar fólk stöðvar öku­tæki úti í veg­kanti á þjóðveg­um. „Fólk hef­ur áhyggj­ur af þessu og þetta er mikið ör­ygg­is­mál. Oft mun­ar mjög litlu að slys verði. Að sama skapi er van­mátt­ur­inn mik­ill; það eru ekki til pen­ing­ar í þetta en vanda­málið er til staðar.

Sól­ey ræddi við stóra aðila í ferðaþjón­ust­unni og starfs­fólk í þjón­ust­u­r­ekstri Vega­gerðar­inn­ar til að átta sig bet­ur á helstu stopp­un­um. „Þetta ligg­ur þá fyr­ir, hvar þeir eru að stoppa, en fram­haldið er háð fjár­lög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka