Girða ekki fyrir aðgang að Helgafelli

Helgafell.
Helgafell.

Minja­stofn­un Íslands sem eft­ir­lit hef­ur með friðlýst­um forn­leif­um á Helga­felli á Snæ­fellsnesi frétti fyrst um ákvörðun land­eig­enda um gjald­töku á staðnum í Morg­un­blaðinu í gær.

Krist­ín Huld Sig­urðardótt­ir, for­stöðumaður stofn­un­ar­inn­ar, seg­ir að ekki komi til greina að starfs­menn greiði gjaldið við eft­ir­lits­ferðir.

Hún hef­ur skiln­ing á fjárþörf land­eig­enda vegna um­hverf­is­bóta, en tel­ur gjald­töku af hverj­um og ein­um gesti ekki réttu leiðina. Gjald­tak­an er um­deild og hafa spunn­ist um hana heit­ar umræður á net­inu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert