Óþolandi ástand fyrir íbúa miðbæjarins

Rúta við safnstæði á Hverfisgötu. Í tillögunum er lagt til …
Rúta við safnstæði á Hverfisgötu. Í tillögunum er lagt til að þeim verði fjölgað töluvert. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Gert er ráð fyr­ir mjög hert­um tak­mörk­un­um á rútu­um­ferð í miðborg­inni í til­lög­um stýri­hóps borg­ar­inn­ar sem birt­ar voru fyrr í mánuðinum. Tak­mark­an­irn­ar ná til stórra og lít­illa rúta og breyttra jeppa, sem oft eru kallaðir jöklajepp­ar. Formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar ger­ir ráð fyr­ir því að til­lög­urn­ar verði af­greidd­ar í borg­ar­stjórn í næsta mánuði.

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð skipaði í sept­em­ber­stýri­hóp til að þróa og leggja fram til­lögu að stefnu um akst­ur með ferðamenn um miðborg­ina og ásamt aðgerðaáætl­un. Í stýri­hóp­inn voru skipuð þau Gísli Garðars­son, Hjálm­ar Sveins­son og Hild­ur Sverr­is­dótt­ir. Hall­dór Hall­dórs­son tók sæti Hild­ar í hópn­um í byrj­un mars þegar að Hild­ur tók sæti á þingi.

Til­lög­urn­ar má sjá hér. 

Sér­stak­lega slæmt á Grett­is­götu og Klapp­ar­stíg

Mynd­band sem sýn­ir sam­skipti bíl­stjóra ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is og gang­andi veg­far­anda í miðbæn­um hef­ur vakið gríðarlega at­hygli og hörð viðbrögð á sam­fé­lags­miðlum síðustu daga. Veg­far­and­inn bend­ir bíl­stjór­an­um á að hann leggi rút­unni ólög­lega og bregst hann frem­ur illa við. 

Hjálm­ar Sveins­son, formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs seg­ir ástandið í miðborg­inni þegar það kem­ur að rút­um óþolandi. 

 „Þetta er í raun óþolandi fyr­ir íbúa borg­ar­inn­ar á miðborga­svæðinu. Við höf­um fengið mjög mikið af kvört­un­um, bæði yfir því að rút­ur eru að troðast á þröng­um íbúa­göt­um og jafn­vel að keyra upp á gang­stétt­ir fyr­ir utan hús hjá fólki til að taka upp fólk klukk­an 3:30 á morgn­anna,“ seg­ir Hjálm­ar í sam­tali við mbl.is. 

„Ástandið virðist vera sér­stak­lega slæmt á Grett­is­götu, Klapp­ar­stíg og nokkr­um öðrum göt­um í ná­grenn­inu.“

Hjálm­ar seg­ir stýri­hóp­inn hafa unnið til­lög­urn­ar í mjög góðu sam­starfi við ferðaþjón­ust­una og íbúa­sam­tök miðborg­ar­inn­ar. Hann bend­ir á að fyr­ir tveim­ur árum eða svo hafi verið sett­ar tak­mark­an­ir á um­ferð stórra rúta í miðbæn­um en að nú sé tekið mun stærra skref. „Lagt er til að hvorki stór­ar né litl­ar rút­ur eða mikl­ir breytt­ir jepp­ar, oft kallaðir jöklajepp­ar, megi aka ákveðnar göt­ur í Þing­holt­un­um, Skóla­vörðuholti, Kvos­inni og hluta gamla Vest­ur­bæj­ar­ins.“

Útskýr­ir Hjálm­ar að ef til­lög­urn­ar eru samþykkt­ar geta rút­ur keyrt til að mynda upp Ei­ríks­götu og niður Njarðargötu, en ekki upp Njarðargötu. Rút­urn­ar gætu hins­veg­ar ekið Frí­kirkju­veg, Lækj­ar­götu, upp Hverf­is­götu en ekki niður hana og upp Ing­ólfs­stræti. Þær myndu síðan mega aka Geirs­götu, Mýr­ar­götu og Hring­braut. Þá verður ekið norður Hofs­valla­götu og aust­ur Túngötu og Von­ar­stræti.

Rútu­stæði í inn­an við 200 metra fjar­lægð frá 80% gist­i­rýma

„Það má því segja að verði þetta samþykkt verði nokkuð stór hluti af gömlu borg­inni, inn­an gömlu Hring­braut­ar­inn­ar laus við um­ferð rúta,“ seg­ir Hjálm­ar og bæt­ir við að þá sé gert ráð fyr­ir þessu fyr­ir­komu­lagi í 2 ár og að síðan verði metið hvort það þurfi að taka stærri skref enn og aft­ur.

Í til­lög­um stýri­hóps­ins er jafn­framt lagt til að rútu­stæðum, eða svo­kölluðum safn­stæðum hóp­bif­reiða verði fjölgað úr 16 á tólf stöðum í 27 á 15 stöðum.

Með því fyr­ir­komu­lagi verða 80% gist­i­rýma í inn­an við 200 metra fjar­lægð frá næsta safn­stæði út­frá loftlínu en 95% gist­i­rýma í inn­an við 300 metra fjar­lægð.

Að sögn Hjálm­ars fara til­lög­urn­ar í næstu eða þarnæstu viku fyr­ir um­hverf­is- og skipu­lags­ráð og svo fyr­ir borg­ar­stjórn. „Ég geri ráð fyr­ir því að borg­ar­stjórn verði bún að af­greiða þetta í apríl,“ seg­ir Hjálm­ar.

Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar.
Hjálm­ar Sveins­son formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar. mbl.is/​Rax / Ragn­ar Ax­els­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka