Sýndi veikleika sína í Brúneggjamálinu

mbl.is/Hjörtur

Veik­leik­ar Mat­væla­stofn­unn­ar sýndu sig í Brúneggja­mál­inu og þarf að draga af því lær­dóm. Stofn­un­in veigraði sér við því að ganga fram að full­um þunga og að hluta til ein­kennd­ust viðbrögð á of mik­illi var­færni í ákv­arðana­töku.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í skýrslu Bjarna Snæ­bjarn­ar Jóns­son­ar stjórn­un­ar­ráðgjafa og Ólafs Odd­geirs­son­ar dýra­lækn­is sem falið var að gera út­tekt á stjórn­un og starfi Mat­væla­stofn­un­ar og því hvernig stofn­un­in sinn­ir mat­væla­eft­ir­liti og eft­ir­liti með dýra­vel­ferð.

Býr að verðmæt­um mannauði en styrkja þarf starfið

Er það mat skýrslu­höf­unda að stofn­un­in búi að verðmæt­um mannauði en styrkja þarf starfið, m.a. með mark­viss­ari stjórn­un og stefnu­mót­un, skýr­ari verklags­regl­um og betri miðlun upp­lýs­inga. Þá er þörf á heild­stæðri mat­væla­stefnu auk þess sem skipu­lag mat­væla­eft­ir­lits er of flókið.

Á vef sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­is­ins er vitnað í Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra sem seg­ist líta á þessa skýrslu sem mik­il­vægt verk­færi til að efla og styrkja mat­væla­eft­ir­lit og dýra­vel­ferð - og auka þar með ör­yggi neyt­enda.

„Í skýrsl­unni er bent á ákveðna veik­leika, bæði í starfi Mat­væla­stofn­un­ar og stjórn­valda sem við tök­um al­var­lega. Í skýrsl­unni koma hins­veg­ar fram skýr­ar til­lög­ur hvernig við get­um bætt úr þess­um ágöll­um og nú skipt­ir öllu að horfa fram á við og vinna staðfast­lega að úr­bót­um. Ég mun nú þegar skipa starfs­hóp sem mun stýra úr­vinnslu á þeim til­lög­um sem lagðar eru til í skýrsl­unni varðandi mót­un mat­væla­stefnu og nauðsyn­lega upp­bygg­ingu á innra starfi Mat­væla­stofn­un­ar. Þá mun ég funda með Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um það hvernig megi ein­falda mat­væla­eft­ir­lit og gera það skil­virk­ara.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert