„Þyngra en tárum taki“

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

„Það er þyngra en tár­um taki að heyra þessa sögu og vita að þetta hef­ur viðgeng­ist hjá þjóð sem ætti að vera rík,“ seg­ir Ótt­arr Proppé heil­brigðisráðherra á Face­book-síðu sinni í kvöld vegna sögu Ástrós­ar Rut­ar Sig­urðardótt­ur og Bjarka Más Sig­vald­son­ar. Bjarki hef­ur bar­ist við krabba­mein frá ár­inu 2012 en hann greind­ist þegar hann var 25 ára gam­all.

„Þann 1. maí tek­ur gildi nýtt greiðsluþátt­töku­kerfi sem er ein­mitt ætlað að koma í veg fyr­ir svona harm­leiki. Í nýja kerf­inu á að heyra til al­gjörra und­an­tekn­inga að nokk­ur þurfi að borga meira en 50 þús á 12 mànuða tìma­bili nema viðkom­andi eigi enga sögu og detti mjög illa á milli af­slátt­ar­tíma­bila (þá er al­gjört há­mark 70 þús),“ seg­ir ráðherr­ann.

Frétt mbl.is: „Ég bara fékk mig fullsadda á þessu“

Flest­ir detta hins veg­ar inn í meiri af­slætti. „Kerfið geng­ur út á að jafna greiðslum á alla svo stór­not­end­ur greiði ekki meira en 50 þús. Þannig munu ein­hverj­ir óreglu­legri not­end­ur mögu­lega greiða meira en áður. Alþingi setti yfir 1 millj­arð af nýju fé í verk­efnið. Það fer í aukn­ar niður­greiðslur til barna, aldraðra og ör­yrkja sem greiða að staðaldri ekki meira en 33 þús á ári (46 al­gjört há­mark ef notk­un er svo lít­il að það er eng­inn af­slátt­ur).“

Ein­hverj­ir muni hækka inn­an þess­ara marka en hins veg­ar eigi eng­ir að þurfa að greiða mörg hundruð þúsund krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert