Fuglavernd leggst gegn veglínu

Nokkur arnaróðöl eru á svæðinu sem veglínan færi yfir.
Nokkur arnaróðöl eru á svæðinu sem veglínan færi yfir. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson

Fugla­vernd hef­ur sent frá sér álykt­un þar sem hún leggst ein­dregið gegn þeirri veg­línu sem Vega­gerðin vill fylgja í Gufu­dals­sveit.

„Ákvörðun Vega­gerðar­inn­ar brýt­ur í bága við fjöl­mörg lög, bæði lög um nátt­úru­vernd sem og lög um vernd­un Breiðafjarðar, alþjóðlega samn­inga eins og Bern­ar- og Rams­ar-sátt­mál­ana, auk þess að snúa á Hæsta­rétt­ar­dóm með mála­mynda­breyt­ing­um á þeirri veg­línu sem þeir voru gerðir aft­ur­reka með,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Vega­gerðin tel­ur leið Þ-H sem þver­ar Gufu­fjörð og Djúpa­fjörð og fer um Teigs­skóg bestu leiðina af þeim fimm sem til skoðunar hafa verið varðandi lagn­ingu Vest­fjarðaveg­ar (60) milli Bjarka­lund­ar og Skála­ness.

Í álykt­un Fugla­vernd­ar er Vega­gerðin hvött til að „stíga inn í nú­tím­ann, hlíta áliti Skipu­lags­stofn­un­ar og velja ætíð þá leið sem hef­ur minnst um­hverf­isáhrif, þrátt fyr­ir að slík leið kunni að vera eitt­hvað dýr­ari en aðrar leiðir. Stofn­un­in á að láta um­hverfið njóta vaf­ans“.

„Fugla­vernd skor­ar á ráðherra sam­göngu- og um­hverf­is­mála að hlutast til um að Vega­gerðin end­ur­skoði þessa af­stöðu sína.“

Með nýjum vegi um Gufudalssveit er ætlunin að færa Vestfjarðaveg …
Með nýj­um vegi um Gufu­dals­sveit er ætl­un­in að færa Vest­fjarðaveg nr. 60 af Ódrjúgs­hálsi og Hjalla­hálsi og niður á lág­lendið við Breiðafjörð. mbl.is/​Helgi Bjarna­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka