„Ég held að það sé eðlilegt að þessi grein búi við sama skattaumhverfi og aðrar,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra spurður um þá gagnrýni sem sett hefur verið fram á hækkun skatta á ferðaþjónustuna. Hún hafi vaxið mikið eftir að skattur var hækkaður upp í 11%.
Ráðherrann kynnti fjármálaáætlun til næstu fimm ára í morgun og þar kom fram að hækkunin tæki í gildi 1. júlí 2018 og Benedikt segir að það sé mjög rúmur tími fyrir fyrirtæki í greininni til að bregðast við hækkuninni sem hefur vakið harkaleg viðbrögð.
Þessar breytingar og lækkun á efra þrepi virðisaukaskatts niður í 22.5% hafa vakið hvað mesta athygli en Benedikt segir það líka vera mikil tíðindi að stefnt sé á 20% raunaukningu á framlögum til heilbrigðismála og 13% aukingu á framlögum í velferðarkerfið.
mbl.is ræddi við fjármála- og efnahagsráðherra að kynningunni lokinni í morgun.