„Greinin mun ná góðu jafnvægi“

00:00
00:00

„Ég held að það sé eðli­legt að þessi grein búi við sama skattaum­hverfi og aðrar,“ seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­mála- og efna­hags­ráðherra spurður um þá gagn­rýni sem sett hef­ur verið fram á hækk­un skatta á ferðaþjón­ust­una. Hún hafi vaxið mikið eft­ir að skatt­ur var hækkaður upp í 11%. 

Ráðherr­ann kynnti fjár­mála­áætl­un til næstu fimm ára í morg­un og þar kom fram að hækk­un­in tæki í gildi 1. júlí 2018 og Bene­dikt seg­ir að það sé mjög rúm­ur tími fyr­ir fyr­ir­tæki í grein­inni til að bregðast við hækk­un­inni sem hef­ur vakið harka­leg viðbrögð.

Þess­ar breyt­ing­ar og lækk­un á efra þrepi virðis­auka­skatts niður í 22.5% hafa vakið hvað mesta at­hygli en Bene­dikt seg­ir það líka vera mik­il tíðindi að stefnt sé á 20% raun­aukn­ingu á fram­lög­um til heil­brigðismála og 13% auk­ingu á fram­lög­um í vel­ferðar­kerfið. 

mbl.is ræddi við fjár­mála- og efna­hags­ráðherra að kynn­ing­unni lok­inni í morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka