Magnús Heimir Jónasson
Frumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, sem kveður á um lögfestingu skyldu til jafnlaunavottunar meðal fyrirtækja með 25 eða fleiri starfsmenn, var lagt fram á Alþingi í gær.
Meginmarkmið frumvarpsins er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Í tilkynningu á vef ráðuneytisins kemur fram að Þorsteinn Víglundsson bindi miklar vonir við að jafnlaunavottun verði raunverulegt tæki til að sporna við kynbundnum launamun sem er því miður enn veruleiki á Íslandi.