Tekið formlega á móti Engey

Engey kom til landsins í janúar og vakti þá athygli …
Engey kom til landsins í janúar og vakti þá athygli fyrir nýstárlegt útlit.

Engey RE 91, nýr ísfisktogari HB Granda, kemur til hafnar í Reykjavík í dag frá Akranesi þar sem sjálfvirku lestarkerfi ásamt búnaði á vinnsludekki var komið fyrir í skipinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Granda er búnaðurinn sá fyrsti sinnar tegundar. Fyrirtækið Skaginn 3X hefur hannað, þróað og smíðað á Akranesi og á Ísafirði. Búnaðurinn muni stórbæta vinnuumhverfi sjómanna um borð auk þess sem hann muni auka afkastagetu skipsins og hámarka virði afurða úr afla þess.

Móttökuathöfn vegna komu Engeyjar til Reykjavíkur verður við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn klukkan 14 í dag. Engey verður síðan almenningi til sýnis á morgun, laugardag, frá kl. 13-16.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert