Pétur á Útvarpi Sögu sýknaður

Pétur Gunnlaugsson lögmaður og dagskrárgerðarmaður Sögu
Pétur Gunnlaugsson lögmaður og dagskrárgerðarmaður Sögu

Pét­ur Gunn­laugs­son, lögmaður og út­varps­maður á Útvarpi Sögu, var í morg­un sýknaður af ákæru lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu um hat­ursorðræðu og út­breiðslu hat­urs. Þetta staðfest­ir Pét­ur í sam­tali við mbl.is, en málið á ræt­ur sín­ar í um­mæl­um sem féllu í síma­tíma á Útvarpi Sögu í kjöl­far þess að til­kynnt var að hinsegi fræðsla yrði hluti af kennslu­efni grunn­skóla í Hafnar­f­irði. Hringdu hlust­end­ur inn sem höfðu skoðanir um málið og féllu á þeim tíma þau um­mæli sem ákært var fyr­ir.

„Það sem skipt­ir máli fyr­ir mig per­sónu­lega, Útvarp Sögu og hlust­end­ur í síma­tíma er að tján­ing­ar­frelsið var virt og til­raun til að skerða það gekk ekki upp,“ seg­ir Pét­ur og bæt­ir við að grein­ar stjórn­ar­skrár­inn­ar og mann­rétt­inda­sátt­mál­ans hafi haldið.

Seg­ir Pét­ur að í for­send­um dóms­ins komi fram að umræða sem þessi sé þjóðfé­lags­mál sem þurfi að ræða um og nauðsyn­legt sé að eigi sér stað.

Lög­regl­an vísaði mál­inu upp­haf­lega frá, en rík­is­sak­sókn­ari fór hins veg­ar fram á saka­mál­a­rann­sókn. Var mál­inu vísað frá héraðsdómi, en Hæstirétt­ur dæmdi að héraðsdómi bæri að taka málið upp að nýju þar sem verknaðarlýs­ing lög­regl­unn­ar væri skýr í ákæru. Nú hef­ur fallið dóm­ur í héraðsdómi og er hann sem fyrr seg­ir sýkna.

Pét­ur seg­ir að auðvitað séu skipt­ar skoðanir þegar komi að hinseg­in fræðslu í skól­um, en það sé rétt að ræða um málið í stað þess að banna ákveðnar skoðanir. „Skoðana­frelsið þarf að dafna hjá öll­um, líka þeim sem hafa aðrar skoðanir en þú,“ seg­ir hann og bæt­ir við að dóm­ur­inn sé mjög gott varn­ar­skjal fyr­ir tján­ing­ar­frelsið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert