Sendiherra upplýstur vegna Arturs

Artur Jarmoszko.
Artur Jarmoszko.

Ekkert nýtt er að frétta af máli Arturs Jarmoszko en formlegri leit björgunarsveita að honum var hætt fyrir þremur vikum síðar.

Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa kallaði lögreglan á sendiherra Póllands á Íslandi í viðtal í síðustu viku til að kynna honum gang málsins.

„Það er því miður ekkert að frétta,“ segir Guðmundur Páll, spurður út í málið.

Hann segir að þær vísbendingar sem hafi borist hafi ekki getað nýst lögreglunni.

Síðast er vitað um ferðir Arturs rétt fyrir miðnætti 1. mars en þá sést hann á öryggismyndavélum í Lækjargötu.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Arturs eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða í gegnum einkaskilaboð á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert