Einkaaðili rannsakar hvarf Arturs

Ekkert hefur spurst til Arturs Jarmoszko frá því 1. mars.
Ekkert hefur spurst til Arturs Jarmoszko frá því 1. mars.

Fjölskylda Arturs Jarmoszko, sem ekkert hefur spurst til frá því 1. mars, hefur ráðið einkaaðila í Póllandi til að rannsaka hvarf hans. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Artur er 26 ára og frá Póllandi. Hann hefur verið búsettur á Íslandi í nokkur ár. Leit að honum hófst ekki fyrr en mörgum dögum eftir að hann hvarf. Leitin beindist að svæðinu í kringum Fossvog en bar ekki árangur og var hætt fyrir þremur vikum. 

Í frétt Stöðvar 2 kom fram að fjölskylda Arturs óttist að honum hafi verið unnið mein og gagnrýnir lögregluna á Íslandi fyrir að sinna málinu ekki nægjanlega vel. Því ákvað hún að ráða pólskan einkaaðila til að skoða málið. Fram kom í fréttinni að slík ráðagerð tíðkist í Póllandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert