Seabed Constructor farið

Rannsóknarskipið Seabed Constructor við Skarfabakka.
Rannsóknarskipið Seabed Constructor við Skarfabakka. mbl.is/Golli

Seabed Constructor, norska rannsóknarskipið sem fjallað hefur verið ítarlega um í fjölmiðlum undanfarna daga vegna rannsókna skipsins á þýska flakinu Minden sem sökkt var milli Íslands og Færeyja í lok 1939, er farið úr lögsögu Íslands.

Skipverjar voru byrjaðir að rífa flakið þegar Landhelgisgæslan hafði afskipti af þeim um síðustu helgi en það var fyrir árvekni starfsmanna stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar að skipverjar voru gripnir við iðjuna.

Eftirlit með djúpslóðum lögsögunnar hefur verið lamað vegna takmarkaðs aðgengis að flugvél en Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir ástandið batna þegar TF-SIF verði tekin aftur í gagnið í næstu viku. Vélin hefur sinnt verkefnum á vegum Landamæra- og strandgæslustofnunar Evrópu undanfarna mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert