Flugfélögum sem fljúga til Íslands hefur fjölgað um 15 á sjö árum. Í sumar fljúga 26 flugfélög til landsins. Þeirra á meðal eru British Airways, Delta, easyJet og Finnair.
Íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air eru samt sem áður með 79% markaðshlutdeild á tímabilinu janúar til október 2017, easyJet 4% og SAS 3% en aðrir samtals 14%, samkvæmt upplýsingum frá Isavia.
Athygli vekur að hlutfall þeirra félaga sem fljúga árið um kring til landsins, en ekki einungis brot af árinu, hefur hækkað í 46% í ár, úr 27% árið 2010, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.