Engin útistandandi málarekstur

Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fjór­ir fjár­fest­inga­sjóðir sem fengu heim­ild Hæsta­rétt­ar í janú­ar til að leggja spurn­ing­ar fyr­ir dóm­kvadda mats­menn hafa fallið frá beiðninni. Kraf­an var sett fram vegna fyr­ir­hugaðs mála­rekst­urs á hend­ur rík­inu vegna lög­gjaf­ar um meðferð af­l­andskrónu­eigna.

Þetta kem­ur fram í frétt á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins.

Þar seg­ir að Hæstirétt­ur heim­ilaði sjóðunum að bera upp fimm af ell­efu mats­spurn­ing­um sem þeir fóru upp­haf­lega fram á að fá rök­stutt álit sér­fróðra aðila á.

„Í bréfi frá full­trú­um sjóðanna til rík­is­lög­manns seg­ir að í ljósi sam­komu­lags Seðlabanka Íslands og sjóðanna um kaup bank­ans á til­tekn­um krónu­eign­um þeirra hafi verið ákveðið að falla frá beiðninni.

Með þessu er eng­inn úti­stand­andi mála­rekst­ur á hend­ur rík­inu vegna fram­kvæmd­ar áætl­un­ar stjórn­valda um af­nám fjár­magns­hafta,“ seg­ir í frétt­inni á vef ráðuneyt­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert