Hörð gagnrýni lækna

Formaður Félags barnalækna telur að nýja kerfið sé vanhugsað.
Formaður Félags barnalækna telur að nýja kerfið sé vanhugsað. Morgunblaðið/Ómar

For­menn Fé­lags barna­lækna og Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur gagn­rýna harðlega nýtt greiðsluþátt­töku­kerfi vegna heil­brigðisþjón­ustu og nýtt til­vís­ana­kerfi fyr­ir börn til sér­fræðilækna í sam­töl­um við Morg­un­blaðið í dag. Nýju kerf­in taka gildi á mánu­dag, 1. maí.

Börn sem þurfa á sér­fræðilækn­isþjón­ustu að halda þurfa frá og með mánu­deg­in­um að fá til­vís­un frá heilsu­gæslu­lækni eða heim­il­is­lækni og þurfa þannig ekki að greiða fyr­ir sér­fræðiþjón­ust­una.

Valtýr Stef­áns­son Thors, formaður Fé­lags barna­lækna, seg­ir að álagið á bráðadeild Barna­spítala Hrings­ins með nýju til­vís­un­ar­kerfi eigi eft­ir að stór­aukast, því þeir sem ekki geti beðið vik­um sam­an eft­ir að kom­ast að hjá sér­fræðingi með barn sitt, muni sækja á bráðamót­töku barna­spítal­ans. „Núna eru á milli 15 og 16 þúsund kom­ur á ári á barna­spítal­ann og við telj­um að nýja til­vís­ana­kerfið muni fjölga kom­um um 25 til 30% á ári,“ seg­ir Valtýr.

Arna Guðmunds­dótt­ir, formaður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, kveðst telja að nýj­ar regl­ur um greiðsluþátt­töku og nýtt til­vís­ana­kerfi, séu á skjön við stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Stjórn­arsátt­mál­inn hófst á fögr­um fyr­ir­heit­um um jafnt aðgengi allra að ör­uggri og góðri heil­brigðisþjón­ustu, óháð efna­hag. Kerfið verður þannig, frá næsta þriðju­degi, að sjúk­ling­ur­inn þarf að borga háa upp­hæð fyrst, allt að 24.600 krón­ur. Þetta get­ur reynst þeim efnam­inni mjög erfitt. Ég nefni sem dæmi skjól­stæðinga geðlækna, sem er jú sá hóp­ur sem rík­is­stjórn­in ætlaði að vernda sér­stak­lega,“ seg­ir Arna. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert