Gengu fyrir bættum kjörum í regninu - MYNDIR

Kröfugöngur voru farnar víða á landinu í dag og efnt til hátíðarhalda í tilefni dagsins og var ekki að sjá að göngufólk léti veðrið stoppa sig á þeim stöðum á landinu þar sem himnarnir helltu úr sér og Kári blés duglega.

Alþýðusam­bandi Íslands bárust til­kynn­ing­ar um 1. maí hátíðar­höld í meira en 30 sveit­ar­fé­lög­um á land­inu, en auk þess voru stóru stétt­ar­fé­lög­in í Reykja­vík öll með veg­leg kaffi­sam­sæti víðsveg­ar um borg­ina eft­ir að úti­fundum í miðborginni lauk.

Tveir kröfufundir voru haldnir í miðborg Reykjavíkur að þessu sinni. Verkalýðsforystan var með sinn fund á Ingólfstorgi, en á Aust­ur­velli héldu þeir sem eru ósátt­ir við nú­ver­andi verka­lýðsfor­ystu sinn kröfufund.

Hópur fólks mætti einnig á stofnfund Sósíalistaflokks Íslands sem haldinn var í Tjarnarbíó nú síðdegis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert